Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 118
Umsagnir um bækur MEIRA ÚR AFAHÚSI Nýjasta bók Guðrúnar Hclgadóttur, Sitji guðs englar (Iðunn, 1983), gerist í litlum bæ í scinni heimsstyrjöldinni miðri. Sögutími er frá hausti og framyfir jól. Bærinn minnir á heimabæ Guðrúnar sjálfrar, Hafnarfjörð, þar sem hann kúrir „í boga fyrir fjarðarbotninum" og fyrir ofan hann gnæfir nunnuklaustrið. Parna er Iifað svipuðu lífi og í öðrum bæjum við sjó á íslandi á þessum tíma. Heimilisfeður eru „landmenn eða sjó- menn“, konurnar eru heima, hugsa um börn og bú og þvo kannski af öðrum til að drýgja naumar tekjur. Börnin eru í skóla cn annars draga störf þeirra dám af fullorðna fólkinu, strákarnir reyna að kynnast atvinnulífinu og störfum karl- mannanna, stelpurnar passa og stússast í húsverkum með mæðrum sínum. En ró þessa hálfsofandi bæjar hefur þó verið illilega raskað nokkru áður en sagan hefst. I Klaustrinu fyrir ofan hann búa ekki nunnur lengur því ameríski herinn hefur lagt það undir sig og hefur meiri áhrif á bæjarbraginn en nunnurn- ar. Aður voru margir landmenn atvinnu- lausir en nú hafa allir sem vilja vinnu hjá hernum, meira að segja Alli lati sem skipti við það um viðurnefni og er nú kallaður Alli hamhleypa. Gyða í Þóru- koti fer að þvo af hermönnunum og fær sér falskar tennur eftir langvarandi tann- leysi, konan hans Barna-Lauga er komin í silkisokka og með permanent í hárið. Karlarnir græða peninga, konurnar græða nýtt líf. íbúar bæjarins rúmast furðu margir á síðum þessarar stuttu bókar, enda kann Guðrún að bregða upp myndum af fólki með fáum orðum, skrítnu tilsvari eða stuttri skrítlu. Best kynnumst við þó fjölskyldunni I húsinu númer 2 við ónefnda götu, afa, ömmu, pabba, mömmu og börnunum sex sem verða sjö í bókinni. Efni sögunnar er einkum margvísleg atvik sem koma fyrir þau þessa haust- og vetrardaga. Sögumaður og fólkið á númer 2 Sagan byrjar í svefnherbergi uppi á lofti þar sem afi er að svæfa börnin sex á sinn sérkennilega hátt. Amma fylgist með í næsta herbergi af nokkurri vandlætingu. Sögumaður er yfir og allt um kring og kynnir smám saman allan hópinn til sögu eftir því sem krakkarnir bæra á sér. Einu barni sleppir hann þó. I öðrum kafla víkkar sögusviðið, pabbi og mamma bætast í hópinn — og elsta barnið Heiða sem vantaði. Sögu- maður talar hér stundum fyrir munn barnanna sem hóps („krakkarnir vissu vel hvað hún var að gera“) og verður eftir hjá ömmu í lok kaflans. Það er eins og hann hafi ekki enn valið sér sögu- hetju. En frá og með þriðja kafla er Heiða, Ragnheiður Oddgeirsdóttir, ell- 348
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.