Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 119
efu ára, í sögumiðju. Sögumaður er að vísu í fullorðinni fjarlægð frá henni, orð- ar hugsanir hennar og lýsir umhverfi og atvikum, en hann notar ekki stöðu sína til að dæma hana eða stríða henni heldur samsamar sig henni og sýnir henni trún- að; og það er frá hennar sjónarhóli sem við sjáum fólk og bæ hér eftir, einkum þó fjölskylduna sjálfa. Þetta er litrík fjölskylda. Pabbi og mamma hafa ekki enn flutt í eigið hús- næði þótt þau eigi öll þessi börn, og kannski meðfram vegna þess. Pabbi er eina fyrirvinna stórfjölskyldunnar, óbreyttur sjómaður, drykkfelldur þegar hann er í landi, og hvorugt er vænlegt til auðsöfnunar. Mamma reynir að njóta lífsins með hjálp skáldsagna „um ástir og mikil örlög“; hún er fín kona þrátt fyrir ytri aðstæður og gefið er í skyn að hún sætti sig ekki við þær. Hún fer ekki út í búð nema með hatt og veski, eigi hún það ekki fer hún ekki út í búð. Þau búa í húsi foreldra mömmu, öll tíu og bráðum ellefu. Afi lenti í vinnu- slysi við höfnina, missti sjónina nærri því og eyðilagði fæturna á sér. Hann gerir fátt til gagns en hins vegar þarf allt að gera fyrir hann, meira að segja tæma koppinn hans niðri í kjallara og það kemur oftast í hlut Heiðu. Utrás fyrir vannýtta orku fær afi með orðbragðinu sem setur hroll í ömmu. Amma hefur áreiðanlega gert sínar kröfur til lífsins, en nú er hún orðin siðavandur nöldrari enda hefur fátt gengið henni í haginn: dóttirin illa gift, börnin alltof mörg og svo þurfti vinnuslys til að karlinn héldist hjá henni. Systkini Heiðu fimm eru hvert með sínu móti. Þótt ekki verði þau öll jafnlif- andi eru þau skýrt aðgreind í sögunni. Strákarnir elstu, Halldór og Páll, eru menn framtíðarinnr, þótt Páll sé dæma- Umsagnir um bœkur fár hrakfallabálkur. Þeir eru heillaðir af hermennsku, ævinlega komnir á undan hernum þegar blásið er til heræfingar í Klaustrinu. Arnór er átta ára, fylgir bræðrunum að málum en spilar stund- um á eigin spýtur. Lóa-Lóa hefur annað augað blátt og hitt móbrúnt og „sá stundum ýmislegt skýrar en hinir krakk- arnir“. Hún er fimm ára, bæði athugul eftir aldri og hreinskilin. Yngsta barnið áður en litli bróðir fæðist er Abba, köll- uð hin, þriggja ára hjartaknosari. Hún er auðkennd með málfari eins og afi og kemur lesanda ótal sinnum í gott skap með sérkennilegri sagnbeygingu sinni. Heiða Það má nærri geta að erfitt er að vera elsta barnið í svona hóp og Heiðu finnst það líka. Erfiðleikar hennar stafa ekki síst af því hvað hún sækir í að skilja sig frá fjölskyldu sinni, upphefja sjálfa sig og jafnvel lifa í sjálfsblekkingu eins og eflaust er títt með greind lágstéttarbörn. Heiða vorkennir afa sínum en skamm- ast sín fyrir hann líka. Hún er ekki hænd að ömmu sinni en hefur þó tileinkað sér siðgæðismat hennar og hræðsluna við álit annarra. Hún elskar móður sína sem hún nýtur þó sífellt sjaldnar samvista við, og af því leiðir beinlínis leiða hennar á systkinunum sem henni þykir þó vænt um. Pabba sinn á hún þó verst með að þola af því hann brýtur allar reglur og honum má kenna um allt sem aflaga fer: fátæktina (ömmu finnst að mamma þeirra hefði átt að giftast landmanni með betri afkomu), bruðlið á peningum í sælgæti og vín þegar hann er í landi þannig að Heiðu finnst hann verða að- hlátursefni (sem er verst), og sífelldar óléttur mömmu. Allt öðruvísi er heima hjá Kristínu á númer 12. Steingrímur maður hennar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.