Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 122

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 122
Tímarit Máls og menningar Heiðu sem gerir þetta að sannri sögu heldur hitt hvað grunnur hennar er djúpur og byggingin traust sem af hon- um rís. Samfélagsmynd bókarinnar verður smám saman víðari og heilli, öll- um helstu persónum er sýnd virðing sem einstaklingum um leið og þær eru séðar í samhengi við umhverfi sitt. Lífsskoðun sögunnar — og þetta er mjög pólitísk bók — kemur ekki fram í predikunum eins og stundum hefur vilj- að brenna við í bókum Guðrúnar, held- ur rís hún eins og annað úr grunni sög- unnar og framvindu: samkennd með al- þýðu, fyrirlitning á arðráni, hatur á stríði. Síðasta atriðið sprettur eðlilega úr umhverfi og tíma sögunnar auk þess sem það höfðar beint til umræðunnar hér og nú þegar mamma segir: Milljónir manna eru dánar í þessu stríði, Palli minn . . . Og það fólk átti bara eitt líf. Það er búið að leggja í rúst heilu borgirnar, sem mannkynið hefur byggt af hugviti og þekkingu. Milljónir dagsverka hafa verið lögð í rúst. Heldurðu að þeir sem það gerðu hafi unnið einhvern sigur? (105) Sitji guðs englar er betur uppbyggð sem skáldsaga en fyrri bækur Guðrúnar og fleiri stoðum rennt undir þema og boðskap en áður — án þess að nokkuð glatist af þeim léttleika og hnyttni sem hafa unnið henni virðingarsess meðal íslenskra barnabókahöfunda. Útlit Frágangurinn á bókinni mætti vera vandaðri. Ekki hefur verið hirt um að útrýma hóruungum efst á síðum og myndum hefur stundum verið raðað niður af óhagsýni. Myndirnar á bls. 25, 31, 93, 96 og 103 koma allar bagalega á næstu opnu á undan atburðum sem þær sýna og stela spennu frá lesandanum. Myndir Sigrúnar Eldjárn eru unnar af vandvirkni, ekki síst útimyndir sem taka umhverfið með. Hún hefur lagt sig fram um að ná persónueinkennum fólks á myndunum þannig að við þekkjum það þegar það kemur fyrir aftur, en einmitt þessi vandvirkni krefst nákvæmrar sam- svörunar milli mynda og texta sem ein- staka sinnum bregst. Síðasta myndin í bókinni er af því þegar mamma hefur kallað í Halldór og Pál til að lesa yfir þeim, en með henni á myndinni eru greinilega Páll og Arnór sem ekki kemur fyrir í kaflanum (hann er raunar það barnið sem helst vill týnast í textanum). Önnur mynd sem vekur umhugsun er á bls. 38 af Halldóri og Arnóri að hjóla inn um kjallaraglugga hjá Kristínu á númer 12. Við sjáum aftan á þá bræður á leið inn um gluggann, glerbrotin fljúga og svipurinn á Halldóri er mjög skemmtilegur. En eitt er að manni virð- ist glugginn bæði of lítill og of hátt á vegg, og annað er að í texta er þessi atburður séður frá öðru sjónarhorni. Þar heyrum við brothljóðið með Heiðu uppi í eldhúsi og hlaupum með henni niður í kjallara. Þá sjáum við hjólið hálft inni og hálft úti og drengina fyrir utan gegnum brotinn gluggann, ruglaða og skelfda. A ekki myndskreyting að setja textann á svið, vera trú sjónarhorni hans, lýsa það og segja sömu sögu þótt á annan hátt sé? Silja Aðalsteinsdóttir 352
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.