Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 99
Úrvinnsla ordanna blikið frá silfrinu, sem búið er að fægja svo mikið, að það er orðið „skarpt", er beinlínis gert að hníf, sem brytjar niður eitt af mikilvægustu skynfærum konunnar. I þýðingunni hefur þessari táknrænu mynd algjörlega verið eytt, blikið er hart en ekki skarpt, og það truflar í stað þess að brytja. I eftirfarandi dæmi er konan að hugsa um öll þau skipti, sem hún hefur sagt við fólk, að vonandi gætu þau flutt inn með haustinu: Þessi setning var þröskuldur milli hennar og þeirra og ætlað að byrgja þeim sýn í öryggisleysi hennar: hingað og ekki lengra. En smám saman hafði þessi setning þó fleytt henni sjálfri áleiðisyfirþröskuldinn í átt til þeirra: hún sá trú kvikna í augum þeirra. (46) I þýðingunni verður þetta: Den setninga var ein skiljevegg mellom henne og dei og var tenkt til á hindre at dei skulle fá innsyn i utryggja hennar: hit men ikkje lenger. Men litt etter kvart hadde denne setninga fört henne over treskelen nærmare dei. Ho ság trua kveikne i augo deira. (33) I frumtexta er aðeins um eina hindrun að ræða, þröskuldinn sem er milli hennar og þeirra, og sem hún fyrst ætlar að hindra aðgang þeirra með, en er síðan á leið yfir sjálf. I þýðingunni er þessi myndhverfing mjög nykruð, þar sem setningin er fyrst látin vera skilveggur og síðan þröskuldur. Má vera að þýðanda hafi fundist það skrítið að einhver ætlaði að byrgja sýn með þröskuldi, en í vitund konunnar og fantasíu textans er slíkt einmitt alltaf að gerast. En myndin er heldur ekki rétt að öðru leyti. I þýðingunni er konan látin vera komin yfir þröskuldinn, en í frumtextanum er hún aðeins komin áleiðis yfir hann. Hér er enn og aftur um fantasíu að ræða. Þessi kona getur nefnilega verið afskaplega lengi á leiðinni yfir þröskuld. Þar að auki er orðið „trú“ sem er óákveðið í frumtexta haft með ákveðnum greini í þýðingunni. En konan veit ekki hver trúin er, fyrr en hún sér hana kvikna, og þess vegna hlýtur orðið að vera óákveðið. A öðrum stað er setning sem sögð hefur verið við konuna, myndhverfð sem snákur, en um þessa setningu er konan að hugsa um leið og hún speglar sig: En setningin lifði. Hún hafði búið um sig í henni í allan dag og smeygði sér nú upp undir hörund og leitaði út með snöggum heitum andköfum sem settust í matta himnu á spegilinn. Það hefði mátt skrifa hana þar. (68) Einnig þessu tekst þýðingunni að klúðra: Men orda levde. Dei hadde fest rot i henne heile dagen og smöygde seg no TMM VII 233
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.