Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar
Þarna hefur Þórbergur að vísu rambað beint á háklassíska bókmenntagrein,
bréfaformið, sem Endurreisnarmenn iðkuðu kappsamlega að dæmi Grikkja og
Rómverja, og ritgerðarform nútímans er sprottið af. Yfirlýst markmið Monta-
ignes með Essais (1580) var að mála mynd af sjálfum sér. Sú mynd var máluð
með orðum, sýndi höfundinn frá ýmsum sjónarhornum og bar vitni um ólík
hugðarefni hans og áhugamál. Torvelt hefur reynst að negla slíkar myndir á
vegg og oft geta þær reynst ærið mótsagnakenndar þegar að er gáð, sverja sig
þá í ætt við Walt Whitman þegar hann segir (í þýðingu Þorsteins Gylfasonar):
Játa ég því sem ég neita?
Jæja þá, ég er fullur af mótsögnum.
Það sem gerir höfundum kleift að skrifa um sjálfa sig á þennan hátt er greinar-
munurinn á höfundinum sem sögumanni og höfundinum sem sögupersónu.
Þennan greinarmun eiga Bréf til Láru og Dægradvöl sameiginlegan. En Bene-
dikt Gröndal og Þórbergur eiga fleira sammerkt. Hjá báðum má sjá sömu ná-
kvæmnina í staðarlýsingum og báðir hafa jafn næmt auga fyrir skringilegheit-
um í fari mannanna. Stíllinn, einkum að því er varðar afstöðuna til sjálfs sín, er
á stundum æði keimlíkur („ég er skáldlega forlyftur í öllu kvenfólki") og báðir
hafa sinn sérstæða húmor, sem er engum líkur. Nú er ekki er í sjónmáli nein
bókmenntaleg fyrirmynd sem Þórbergur kann að hafa þekkt, önnur en Dægra-
dvöl. En jafnframt er Bréf til Láru eitt fyrsta og gleggsta dæmið um „sjálfsupp-
lausn nútímamannsins" í íslenskum bókmenntum. Verkið felur þar með í sér
tvær andstæður, „sem togast á í textanum" eins og bókmenntafræðingar mundu
segja, „því að Bréf til Láru er ákaflega íslenskt verk: það er slungið saman úr
báðum þeim eðlisþáttum sem rekja má til Islendingasagna, er bæði sögulegt
verk sem beinir spjótum að samtímanum og bók orðin til af bókum; það er hið
fyrra vegna þess að það er hið síðara." Ella hefði Þórbergur án alls vafa steypt
yfir frásögn sína kyrtli sögulegrar skáldsögu á borð við Hrafnkötlu, í stað þess
að sýna sjálfan sig á grænni treyju keisarans eins og Benedikt Gröndal. A hinn
bóginn er Bréf til Láru „ákaflega nútímalegt verk,“ sem kemur meðal annars
fram í því hvernig höfundurinn tekur „hina ýmsu og ólíku orðræðuhætti“ sem
eiga leið um vegamót sjálfsins og sektar þá með ósjálfráðri skrift í anda súrreal-
ismans. Þess vegna hlýtur að mega draga þá ályktun að Bréf til Láru sé ramm-
Islenskur módernismi, kominn af Dægradvöl Benedikts Gröndals.
Mikið væri nú gaman að geta sagt að Dægradvöl hefði komið út á eftir Bréfi
til Láru. Og það er að vísu hægt með nokkrum rétti, því að yngri gerð hennar
var ekki prentuð fyrr en 1953 (hafði legið innsigluð á Landsbókasafni frá því í
maí 1912). En eldri gerðin kom út árið 1923. 15. nóvember sama ár byrjaði Þór-
bergur Bréf til Láru.
404