Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar Þarna hefur Þórbergur að vísu rambað beint á háklassíska bókmenntagrein, bréfaformið, sem Endurreisnarmenn iðkuðu kappsamlega að dæmi Grikkja og Rómverja, og ritgerðarform nútímans er sprottið af. Yfirlýst markmið Monta- ignes með Essais (1580) var að mála mynd af sjálfum sér. Sú mynd var máluð með orðum, sýndi höfundinn frá ýmsum sjónarhornum og bar vitni um ólík hugðarefni hans og áhugamál. Torvelt hefur reynst að negla slíkar myndir á vegg og oft geta þær reynst ærið mótsagnakenndar þegar að er gáð, sverja sig þá í ætt við Walt Whitman þegar hann segir (í þýðingu Þorsteins Gylfasonar): Játa ég því sem ég neita? Jæja þá, ég er fullur af mótsögnum. Það sem gerir höfundum kleift að skrifa um sjálfa sig á þennan hátt er greinar- munurinn á höfundinum sem sögumanni og höfundinum sem sögupersónu. Þennan greinarmun eiga Bréf til Láru og Dægradvöl sameiginlegan. En Bene- dikt Gröndal og Þórbergur eiga fleira sammerkt. Hjá báðum má sjá sömu ná- kvæmnina í staðarlýsingum og báðir hafa jafn næmt auga fyrir skringilegheit- um í fari mannanna. Stíllinn, einkum að því er varðar afstöðuna til sjálfs sín, er á stundum æði keimlíkur („ég er skáldlega forlyftur í öllu kvenfólki") og báðir hafa sinn sérstæða húmor, sem er engum líkur. Nú er ekki er í sjónmáli nein bókmenntaleg fyrirmynd sem Þórbergur kann að hafa þekkt, önnur en Dægra- dvöl. En jafnframt er Bréf til Láru eitt fyrsta og gleggsta dæmið um „sjálfsupp- lausn nútímamannsins" í íslenskum bókmenntum. Verkið felur þar með í sér tvær andstæður, „sem togast á í textanum" eins og bókmenntafræðingar mundu segja, „því að Bréf til Láru er ákaflega íslenskt verk: það er slungið saman úr báðum þeim eðlisþáttum sem rekja má til Islendingasagna, er bæði sögulegt verk sem beinir spjótum að samtímanum og bók orðin til af bókum; það er hið fyrra vegna þess að það er hið síðara." Ella hefði Þórbergur án alls vafa steypt yfir frásögn sína kyrtli sögulegrar skáldsögu á borð við Hrafnkötlu, í stað þess að sýna sjálfan sig á grænni treyju keisarans eins og Benedikt Gröndal. A hinn bóginn er Bréf til Láru „ákaflega nútímalegt verk,“ sem kemur meðal annars fram í því hvernig höfundurinn tekur „hina ýmsu og ólíku orðræðuhætti“ sem eiga leið um vegamót sjálfsins og sektar þá með ósjálfráðri skrift í anda súrreal- ismans. Þess vegna hlýtur að mega draga þá ályktun að Bréf til Láru sé ramm- Islenskur módernismi, kominn af Dægradvöl Benedikts Gröndals. Mikið væri nú gaman að geta sagt að Dægradvöl hefði komið út á eftir Bréfi til Láru. Og það er að vísu hægt með nokkrum rétti, því að yngri gerð hennar var ekki prentuð fyrr en 1953 (hafði legið innsigluð á Landsbókasafni frá því í maí 1912). En eldri gerðin kom út árið 1923. 15. nóvember sama ár byrjaði Þór- bergur Bréf til Láru. 404
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.