Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 51
Snorratorrek Sturlusonar tækist honum ekki að móta í aðra mynd en þá sem hentaði misvitrum stjórnmálamönnum og bókaútgefendum. Best að hætta við allt saman. Og þó. Atti ekki æska landsins rétt á að fá sanna mynd af þeim manni sem hún skyldi taka sér til fyrirmyndar? Hin saklausa, fram- sækna æska sem skyldi erfa landið! Snorri hafði það úr blöðunum að æskan væri saklaus og framsækin og skyldi erfa landið. Hann var ekki enn kominn svo langt í jarðarþroska að hann tortryggði blöðin, jafnvel þótt hann hefði staðið þau að helberum lygum hvað varðaði tungumálið. Hann reis á fætur og stundi þungan, sótti baukinn góða með uppstigningarpillunni og horfði lengi og hugsandi á hann. Svo stakk hann honum snögglega í buxnavasann þegar barið var að dyrum. Það reyndist vera sambýlingur hans og samkennari sem vildi kynna sig og heilsa upp á hann, ungur, kubbslegur maður með stór- an skallablett á ljóshærðu barnshöfði. „Það er kominn matur“ - sagði kubbur og reyndi að fitja upp á einhverju samræðuefni. En það varð ekkert úr samræðum, því hann skildi ekki baun af því sem Snorri sagði, hvort heldur hann reyndi að tala móðurmál sitt eða ensku. „Eg hélt að þú værir Islendingur" - sagði kubburinn von- svikinn. - „Þú heitir allavegana íslensku nafni.“ „Ek em maðr íslenzkr" - sagði Snorri, en samkennarinn hristi höfuðið skilningsvana og svo röltu þeir þegjandi saman í kvöldmat- inn. I matsalnum heyrðist ekki mannsins mál fyrir hávaða. Risastórir hátalarar grenjuðu unglingamúsík yfir borð og bekki og unglingarn- ir æptu og skræktu hver í annars eyru. Presturinn var mættur með bros á rauðum vörum og gullspangagleraugu og hún benti þeim sambýlingum að setjast hjá sér við borð. Sökum hávaða varð ekkert úr samræðum og Snorri var í hjarta sínu þakklátur fyrir það. Þess í stað horfði hann smeykur á unglingana þar sem grillti í þá í gegnum gufuna úr súpupottum og kássuskálum, þeir byltust hver um annan þveran, bólugrafin andlitin teygðust og skrumskældust undir fjólu- bláum hártjásum og purpurarauðum hanakömbum og það lagði af þeim súra lykt sem minnti á blóðvöll í hrímkaldri sláturtíð. Nokkrir sveinanna voru klæddir í leðurbrækur og ermalausa leðurjakka, þeir TMM IV 449
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.