Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar „Þú mátt til með að sjá Sturlungareitinn" - sagði presturinn og skáskaut sér og töskunni hans inn um sáluhliðið. „Enginn veit ná- kvæmlega hvar Snorri Sturluson er grafinn, en sterkar líkur eru þó fyrir því hvar gröf hans er. Við uppgröft fyrir löngu var komið nið- ur á hlaðna þró og það sá á litklæði í henni. Það var ekki athugað nánar, en þar sem fáir áttu eins fögur klæði og Snorri á sínum tíma, þá hafa menn fyrir satt að þetta sé gröf hans.“ Svo benti hún honum stolt á grettistak sem lá þar í garðinum. A það var höggvinn fjöður- stafur og Snorri Sturluson. Þá leið kaldur vindsveipur yfir kirkju- garðinn í Reykholti og hvarf ýlandi fyrir kirkjuhornið í því að hann feykti pilsi prestsins upp á mið lær. Snorri þurkaði af sér óboðinn sultardropa. „Hann er að ganga í norðrið" - sagði presturinn afsakandi og strauk niður um sig pilsið. „Og þú ert ferðalúinn, Arinbjörn. Komdu, ég skal sýna þér hvar þú átt að búa. Við sjáumst við kvöld- matinn. Eg er einhleyp og borða með krökkunum til að fá félags- skap.“ Arinbirni Olafssyni var ætlað að búa í rúmgóðu herbergi í litlu húsi saman með tveimur öðrum kennurum. Þeir höfðu sameiginlega stofu og eldhús. Herbergið hans var búið fábrotnum húsgögnum, svefnsófa og vinnuborði ásamt skældum stól. Yfir vinnuborðinu hékk mynd af Snorrastyttunni. Snorri hafði fataskipti, hann setti gubbufötin í plastpoka og ákvað að koma þeim í þvott við tækifæri. Svo lagðist hann fyrir í svefnsófann og lokaði augunum og reyndi að blunda. Það var ekki auðvelt. Reynsla dagsins og nýmæli leituðu á hug hans. Honum fannst för sín vonlaus og dæmd til að mistakast. Seint mundi hann verða maður til að velta koparskessunni af stalli, og grettistakinu með fjöðurstafnum og nafni hans á, sem lá á gröf Jóreiðar gömlu flagmerar, sem staðarnautið Bellir hafði stangað til bana forðum tíð, mundi honum ganga seint að velta yfir í hinn enda kirkjugarðsins, þar sem hann sjálfur var grafinn. Þetta var þó smá- ræði miðað við tíubindaútgáfuna með nútíma stafsetningunni, sem hafði verið notuð til fermingargjafa um árabil og var komin inn á öll læs íslensk heimili. Því meir sem hann hugleiddi þetta, því daprari varð hann og hann sá að för sín sem átti að vera svo vandlega undir- búin, var eins og hvert annað fyrirhyggjulaust flan. Persónu Snorra 448
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.