Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 98
Gyrðir Elíasson Richard Brautigan Richard Brautigan fæddist árið 1935, á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í Washingtonríki. Nágrannaríkin, Oregon og Montana, áttu síðar eftir að leika stór hlutverk í mörgum sagna hans. Brautigan fór að gefa út lítil ljóðakver upp úr tvítugu, þá kominn til San Francisco, og þrjár fyrstu bækur hans innihéldu ljóð eingöngu. Ljóð hans munu snemma hafa vakið nokkra athygli, hóflega þó; gegn ofurmælgi skálda einsog Allen Ginsberg tefldi Brautigan fram örstuttum ljóðum sem báru oft keim af jap- önskum haikum, en gegnumlýstu jafnframt amerískt nútímalíf á sérkenni- legan hátt, undirfurðuleg kímni vatt sig milli línanna, og sjónarhornin oftar en ekki óvænt. I ljóðunum er að finna vísi að þeim einstæða stíl sem Braut- igan átti síðar eftir að fullkomna í skáldsögum sínum, og er ofinn úr fyrr- greindum þáttum, ásamt nokkurskonar vísvituðum naivisma: nokkuð sem er ákaflega vandmeðfarið og má lítið útaf bregða til að strengirnir verði falskir, en á móti kemur að þegar allt gengur upp nást óviðjafnanleg blæ- brigði. Brautigan náði þegar í fyrstu sögum sínum, A Confederate General from Big Sur, Trout Fishing in America, og Vatnsmelónusykri, furðuleg- um tökum á þessu stílbrigði, en vann sig samhliða áfram með hugmynda- tengsl og sögusvið sem var í hæsta máta óvenjulegt. Hann gerði sífelldar tilraunir með hið hefðbundna söguform, lagði stundum fyrir róða alla venjulega framvindu, og raðaði saman örstuttum köflum, í fljótu bragði virtist bygging sagnanna oft handahófskennd og í brotum, en þegar skyggnst er undir yfirborðið blasir við óvenju sterk heildarmynd. Þetta var svo sem ekki óþekkt aðferð á þessum tíma, menn voru góðu heilli smeykir við hefðina, en Brautigan smíðaði sínar eigin brýr yfir hana. Síðan varð hann fyrir þeirri hremmingu að sú hreyfing ungs fólks sem náði hámarki á árunum milli ’60 og ’70, tók verkum hans einsog himnasendingu: hans ill- gresislegu hugmyndir féllu vel að óreglulegu mynstri þessarar hreyfingar. I rauninni er ekki nema gott eitt um það að segja að Brautigan skyldi öðlast hljómgrunn hjá þessum þjóðfélagshópi, og auðvitað var hann barn síns tíma einsog allir höfundar;. jafnvel þeir sem halda hvað ákafast að þeir séu það ekki. En þegar áhrif þessa umbrotaskeiðs taka að fjara út, þá hefjast einhverskonar óformleg bókmenntaréttarhöld yfir þeim höfundum sem 496
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.