Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 47
Snorratorrek
Snorri færði sig nær og fór að lesa á kilina. „Snorri Sturluson
I-X“ stóð þar og síðan komu einstakir undirtitlar, Hávamál og
Völuspá stóð á fyrstu bók, Edda á næstu, Egla á þriðju, Njála á
fjórðu, Grettla á fimmtu, Orkneyingasaga á sjöttu, þá komu þrjár
bækur sem á stóð Heimskringla, og loks stóð Bréf og ritgjörðir á tí-
undu bók.
„Hvat?“ - sagði Snorri og svelgdist á.
„Hvat?“ - hermdi skólastýran eftir honum - „þú ætlar þó ekki að
segja mér að þú kannist ekki við heildarútgáfuna með nútímastaf-
setningunni sem Sturlungafélagið annaðist. Hvað læriði eiginlega í
þessum háskóla?“
„Eigi hefi ek . . .“ - byrjaði Snorri en snarþagnaði og beit sig svo í
tunguna - „eigi lét Snorri samanskrifa þær bækr allar. Snorri did not
write all these books“ - bætti hann við til öryggis. Þetta var frum-
raun hans til að leiðrétta mikinn misskilning og áríðandi að konan
skildi hann.
„Jæja“ - sagði skólastýran áhugalaus. Það voru mikil vonbrigði
fólgin í þessu eina orði, rétt eins og hún vildi segja: „Af hverju sækja
aldrei aðrir en fábjánar um kennarastöður á landsbyggðinni?“ Og
nú fann hún að það var af honum stæk gubbulykt.
„Snorri reit ekki bóka utan þær tvær ..." - þráaðist Snorri við,
en skólastýran tók af honum orðið.
„Nú skal ég biðja prestinn að sýna þér hvar þú átt að búa og hvar
við borðum“ - sagði hún. - „Og þú færð alveg áreiðanlega einhverja
tilsögn í sögu staðarins. Við leggjum mikið upp úr því að ungl-
ingarnir fái sögulegt perspektíf, og enginn er betur að sér í sögu
Reykholts en presturinn."
Að svo mæltu lyfti hún símtóli og hringdi og bað þann sem svar-
aði að koma og hjálpa sér með lítilræði.
„Skal nú Reykholtsprestr vísa mér til sængr“ - krunkaði Snorri í
eigin barm meðan skólastýran talaði í símann og hann hló innra með
sér yfir því hvernig hann forðum narraði Reykholtið út úr Magnúsi
gamla presti með því að lofa að koma afglöpunum sonum hans til
einhvers þroska.
Þegar skólastýran hafði beðið prestinn að taka að sér Arinbjörn
Olafsson lagði hún á og hóf þvínæst að útskýra fyrir honum eitt og
annað í fyrirkomulagi skólahaldsins. Það voru margar reglur sem
445