Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 128
Tímarit Máls og menningar
á mönnum og málefnum en gat líka
dansað línudans ef á þurfti að halda.
Hún stendur oft í illdeilum og stundum
af litlu tilefni. Hún og Guðrún Björns-
dóttir, sem fór inn í bæjarstjórn af
Kvennalista um leið og Bríet, elda oft
grátt silfur saman. Kvartar Bríet m.a.
undan því að hún „. . .fái aldrei frið
fyrir þessari manneskju" (104). Af bréf-
um Bríetar verður ekkert ráðið hvað
veldur þessari togstreitu þeirra en höf-
undur gefur sér lausan tauminn í vanga-
veltum um að Valdimar og Guðrúnu
hafi hugsanlega verið hlýtt til hvors
annars á yngri árum. „Guðrún hefur
lagt fæð á ekkju æskuvinar síns. Ja
hérna og seisei! . . . eldgömul gagn-
kvæm afbrýði væri nú rómantískasta og
skemmtilegasta skýringin á ósamkomu-
lagi þessara tveggja sómakvenna." (107).
Skýringin er vissulega skemmtileg en
ekki finnst mér hún nærtæk. Um Guð-
rúnu hefur verið sagt að hún hafi verið
....gáfuð kona, dugleg og kjarkmikil,
sköruleg í framkomu og aðsópsmikil,
en einnig hin mesta fríðleikskona og
skartkona á yngri árum, ör og viðkvæm
í lund. . ,“3. Finnst mér ekki ólíklegt að
Guðrúnu hafi fundist Bríet of fyrirferð-
armikil í bæjarstjórninni og Kvenrétt-
indafélaginu og ekki viljað láta sitt eftir
liggja. Þarna hafi sem sagt verið á ferð-
inni gamalkunnugt fyrirbæri - sam-
keppni milli kvenna.
Eins og höfundur hló ég oft að Bríeti
og með henni. Hún er oft bráðfyndin
og sér hlutina í skoplegu ljósi. Óborg-
anleg þótti mér meinhæðin lýsing henn-
ar á ræðu Agústs H. Bjarnasonar í af-
mæli Steingríms Thorsteinssonar. Ég
gat heldur ekki annað en skellt upp úr
þegar las um samræður hennar og
Hannesar Hafstein um það, hverju hún
skyldi klæðast á þingi IWSA í Búda-
pest. „Ráðherra lætur sig ekki alveg
einu skipta hvernig eg verð klædd! Segir
að eg verði að fá mér silkikjóla! og góða
spássérdragt. Telur úr eg fari með
skautbúninginn." (222). Segir mér svo
hugur að ráðherrann hafi viljað gefa
henni góð ráð en um leið óttast að hún
yrði svolítið púkaleg. En hvað sem ráð-
herranum fannst þá fór Bríet með
skautbúninginn og gerði stormandi
lukku. Ahyggjur hans hafa líka verið
óþarfar því Bríet var með mikla fata-
dellu. Á milli hennar og Laufeyjar
ganga stöðugar bréfaskriftir um efni, föt
og snið og Bríet hefur alltaf augun hjá
sér þegar falleg föt eru annars vegar.
Bríet dregur oft upp skemmtilega
mynd af sjálfri sér í bréfunum og þá er
gjarnan mikill vindur í seglunum. Ein
jól bakar hún meira en hún hefur þörf
fyrir vegna þess að hún vildi sýna stúlk-
unum sem leigja hjá henni „. . .hvaða
silakeppir þær væru þó mér komi það
mál ekkert við. En svei mér þá ef eg þoli
stundum að horfa á það verkleysi. Þær
eru víst báðar vænar stúlkur. En - eg vil
heldur minni gæði og meiri dugnað hjá
fólki, ef öll þessi hægð og silakeppshátt-
ur á þá að heita gæði.“ (244).
Það fer ekki á milli mála að Bríet er
kraftmikil og drífandi og það hefur ekki
verið á allra kvenna færi að fylgja henni
eftir. Hvorki í bakstrinum né félags-
störfunum. Það kemur líka fram að
henni finnst konur ekki standa sig nógu
vel í félagsstörfunum. Hún kvartar oft
sáran yfir aðgerðarleysi stjórnarkvenna
í Kvenréttindafélaginu og eins því
hversu illa konur sæki fundi og sinni
sínum hagsmunamálum. Finnur hún
þeim aldrei neitt til málsbóta og ekki
minnist ég þess að hún nefni aðstæður
þeirra heima fyrir. I hennar huga er vilji
allt sem þarf og hún er mjög ómeðvituð
526