Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 128
Tímarit Máls og menningar á mönnum og málefnum en gat líka dansað línudans ef á þurfti að halda. Hún stendur oft í illdeilum og stundum af litlu tilefni. Hún og Guðrún Björns- dóttir, sem fór inn í bæjarstjórn af Kvennalista um leið og Bríet, elda oft grátt silfur saman. Kvartar Bríet m.a. undan því að hún „. . .fái aldrei frið fyrir þessari manneskju" (104). Af bréf- um Bríetar verður ekkert ráðið hvað veldur þessari togstreitu þeirra en höf- undur gefur sér lausan tauminn í vanga- veltum um að Valdimar og Guðrúnu hafi hugsanlega verið hlýtt til hvors annars á yngri árum. „Guðrún hefur lagt fæð á ekkju æskuvinar síns. Ja hérna og seisei! . . . eldgömul gagn- kvæm afbrýði væri nú rómantískasta og skemmtilegasta skýringin á ósamkomu- lagi þessara tveggja sómakvenna." (107). Skýringin er vissulega skemmtileg en ekki finnst mér hún nærtæk. Um Guð- rúnu hefur verið sagt að hún hafi verið ....gáfuð kona, dugleg og kjarkmikil, sköruleg í framkomu og aðsópsmikil, en einnig hin mesta fríðleikskona og skartkona á yngri árum, ör og viðkvæm í lund. . ,“3. Finnst mér ekki ólíklegt að Guðrúnu hafi fundist Bríet of fyrirferð- armikil í bæjarstjórninni og Kvenrétt- indafélaginu og ekki viljað láta sitt eftir liggja. Þarna hafi sem sagt verið á ferð- inni gamalkunnugt fyrirbæri - sam- keppni milli kvenna. Eins og höfundur hló ég oft að Bríeti og með henni. Hún er oft bráðfyndin og sér hlutina í skoplegu ljósi. Óborg- anleg þótti mér meinhæðin lýsing henn- ar á ræðu Agústs H. Bjarnasonar í af- mæli Steingríms Thorsteinssonar. Ég gat heldur ekki annað en skellt upp úr þegar las um samræður hennar og Hannesar Hafstein um það, hverju hún skyldi klæðast á þingi IWSA í Búda- pest. „Ráðherra lætur sig ekki alveg einu skipta hvernig eg verð klædd! Segir að eg verði að fá mér silkikjóla! og góða spássérdragt. Telur úr eg fari með skautbúninginn." (222). Segir mér svo hugur að ráðherrann hafi viljað gefa henni góð ráð en um leið óttast að hún yrði svolítið púkaleg. En hvað sem ráð- herranum fannst þá fór Bríet með skautbúninginn og gerði stormandi lukku. Ahyggjur hans hafa líka verið óþarfar því Bríet var með mikla fata- dellu. Á milli hennar og Laufeyjar ganga stöðugar bréfaskriftir um efni, föt og snið og Bríet hefur alltaf augun hjá sér þegar falleg föt eru annars vegar. Bríet dregur oft upp skemmtilega mynd af sjálfri sér í bréfunum og þá er gjarnan mikill vindur í seglunum. Ein jól bakar hún meira en hún hefur þörf fyrir vegna þess að hún vildi sýna stúlk- unum sem leigja hjá henni „. . .hvaða silakeppir þær væru þó mér komi það mál ekkert við. En svei mér þá ef eg þoli stundum að horfa á það verkleysi. Þær eru víst báðar vænar stúlkur. En - eg vil heldur minni gæði og meiri dugnað hjá fólki, ef öll þessi hægð og silakeppshátt- ur á þá að heita gæði.“ (244). Það fer ekki á milli mála að Bríet er kraftmikil og drífandi og það hefur ekki verið á allra kvenna færi að fylgja henni eftir. Hvorki í bakstrinum né félags- störfunum. Það kemur líka fram að henni finnst konur ekki standa sig nógu vel í félagsstörfunum. Hún kvartar oft sáran yfir aðgerðarleysi stjórnarkvenna í Kvenréttindafélaginu og eins því hversu illa konur sæki fundi og sinni sínum hagsmunamálum. Finnur hún þeim aldrei neitt til málsbóta og ekki minnist ég þess að hún nefni aðstæður þeirra heima fyrir. I hennar huga er vilji allt sem þarf og hún er mjög ómeðvituð 526
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.