Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar
sem orminum skaut upp í huga mér, reyndi ég að rifja upp þetta
með hvítu sokkana.
Mamma var að láta eitt og annað ofan í líkkistu systur minnar -
hluti af því tagi sem hún hefði not fyrir í næsta lífi. Eg kallaði til
hennar.
„Mamma, hvað með sokka? Ætlarðu ekki að láta þá ofan í líka?“
„Það er satt - ég var næstum búin að gleyma því. Hún var með
fallega fætur.“
„Þeir eiga að vera númer níu,“ sagði ég með áherslu. „Ekki rugl-
ast á þinni stærð eða minni."
Astæðan fyrir því að ég minntist á sokka var ekki eingöngu
sprottin af því að systir mín hafði netta og fallega fætur. Það var af
því að ég átti mér sérstaka minningu varðandi sokka.
Það gerðist í desember árið sem ég varð ellefu ára. I nálægri borg
sýndi tiltekið fyrirtæki, sem framleiddi sokka, kvikmyndir sem þátt
í auglýsingarherferð sinni. Hljómsveitarflokkur, sem fyrirtækið
hafði ráðið í þjónustu sína, fór skrúðgöngu undir rauðum fánum um
öll nágrannaþorpin, þar á meðal mitt. Meðlimir hljómsveitarinnar
stráðu um sig fjölda dreifimiða, og sá orðrómur flaug fyrir eyru
mér, að í bland við þá væru aðgöngumiðar á kvikmyndasýningarnar.
Þorpsbörnin eltu hljómsveitina og tíndu upp dreifimiðana. I raun-
inni voru aðgöngumiðarnir vörumerki sem fest voru við sokka fyr-
irtækisins. Margir þorpsbúanna keyptu sokka, því að á þessum tíma
gafst þeim ekki kostur á að sjá kvikmyndir nema einu sinni, tvisvar á
ári, þegar þær voru sýndar á hátíðum.
Eg tíndi líka upp dreifimiða með mynd af manni sem leit út fyrir
að vera aldraður borgarbúi. Snemma um kvöldið fór ég til borgar-
innar og stóð í biðröð fyrir framan kvikmyndahúsið, sem sett hafði
verið á laggirnar til bráðabirgða. Eg var dálítið smeyk um að mér
yrði ekki hleypt inn.
„Hvað er nú þetta?“ sagði maðurinn í miðasölunni og hló að mér.
„Þetta er bara dreifimiði."
Niðurlút sneri ég þungum skrefum heim á leið. Eg fékk mig þó
ekki til að fara inn; ég bara hímdi úti, í nánd við brunninn. Hjarta
mitt var þrungið hryggð. Þá vildi það til að systir mín kom út með
skjólu í hendinni. Hún lagði hina höndina á öxl mína og spurði
510