Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 12
Tímarit Máls og menningar eða Haddi í Rósuhúsi eins og við kölluðum hann, og Sigga og Maggi á Fossi. Krakkarnir á Eyrinni hlökkuðu ævinlega til komu þessara leikíé- laga. I Pálshúsi átti Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari heima. Hann fór burt 1929 held ég, árið áður en ég fæddist, en hann kenndi sumum eldri syst- kinum mínum að lesa. Og mamma geymdi handritin hans um tíma í kassa undir rúminu sínu. Hann bjó ekki við góð skilyrði, en hann vann mikið af sínu starfi á Vestdalseyrinni. Arið sem ég átti að fara í skóla, þegar ég varð sjö ára, var barnaskólinn á Vestdalseyri lagður niður. Þá voru krakkarnir orðnir svo fáir á Eyrinni. En eins og ég lýsti áðan þá var ekki hægt að sækja skóla gangandi inn á Oldu. Það hlaut alltaf að falla niður skólasókn mikinn hluta vetrarins. Fólk varð að bjarga sér einhvern veginn, koma börnunum fyrir inni í kaupstaðnum hluta af vetrinum hjá skyldmennum eða einhverjum sem vildu hafa þau og kosta þau að öllu leyti sjálft.“ Á hverju lifði fólk á Vestdalseyrif „Hér áttu allir eitthvað af skepnum, eina kú og dálítið tún, nokkrar kindur og hænsni. Sumir ráku talsvert bú. Menn gerðu líka út trillur og báta. Svo sóttu menn daglaunavinnu þegar hún bauðst inn í bæ. Það var löng og erfið leið að fara, til dæmis í kolavinnu þegar skip kom eða vega- vinnu. Svo fóru þeir á vertíð. Það gerði pabbi, hann var sjómaður, fór á síld og annað. Hann og bræður mínir voru góðir veiðimenn, og þarna var mik- ið af sjófugli. Pabbi var líka flinkur að herða fisk og verka, salta síld. Mamma var afskaplega dugleg kona og amma, móðir hennar, var í húsi hjá okkur. Hún dó þegar ég var níu ára gömul. En við vorum mörg krakk- arnir, og við lærðum strax að hjálpa til. Við ræktuðum margar tegundir af grænmeti, því það var mikil grænmetismenning á Vestdalseyri og blóma- garðar við hvert hús. Mér var sagt að þarna hefðu búið Danir, ég held danskur sýslumaður á 19. öld, og þeir voru með blómarækt og græn- metisrækt. Fólk fékk alls konar jurtir hjá þeim, meðal annars var mynta í garðinum okkar. Við vissum ekki að þetta var góð kryddjurt og kölluðum hana kattarhlandsblómið! Svo komu Bretarnir og urðu alveg vitlausir þegar þeir sáu þessa jurt og voru alltaf að koma og fá brúska af kattarhlands- blóminu í súpu. Seinna lærði ég að þetta væri ein af hinum eðlu krydd- jurtum. Svo greip fólk alla vinnu sem var að fá, jafnt karlar sem konur. Eg hef aldrei þekkt þessa borgaralegu frú sem er heima og elur upp börnin sín. Þarna voru gamlir búskaparhættir og siðir eins og höfðu verið frá ómunatíð. Það var gert skyr og smjör heima þegar nóg var mjólk og það var náttúrlega unnin ullin og allur haustmatur úr okkar eigin fé, því sem 410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.