Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 39
Snorratorrek
Þessi afturþunga fullyrðing hafði í fyrstu valdið Snorra dálitlum
heilabrotum, en eftir frekari lestur í blöðunum um þróun skólamála,
þá skildist honum að nú væri svo komið að öll börn á landinu væru
lamin til bókar, hvort heldur voru börn betri manna eða skillítilla.
En því, að hver ótínd meystelpa væri læs á bæði lög og saltara, átti
hann bágt með að trúa og hugleiddi ekki nánar.
Þegar Snorri hafði setið í tómri og myrkvaðri umferðarmiðstöð-
inni góða stund og grá morgunrönd var að byrja að þoka burt
haustmyrkrinu af Esjunni fór að færast líf í bæinn. Lyklum var snú-
ið í skrám og ljós voru kveikt. Tvær morgunúfnar stúlkur, önnur
ljóshærð og hin rauðhærð með freknur hófu glímu við risastóra
kaffivél og þær tíndu brauðsneiðar og álegg út úr kæli. Urillur rútu-
bílstjóri dró á eftir sér lappirnar yfir biðsalinn og sparkaði bitur í
hálftóman póstpoka sem hafði orðið þar eftir á gólfinu í gærkvöldi.
Svo rann hann á kaffilyktina og settist á háan þrífót við kaffibarinn
og kveikti sér í krumpinni sígarettu.
„Attu ekki hlandvolgan leka handa manni“ - sagði hann og blés
sígarettureyk framan í rauðhærðu afgreiðslustúlkuna.
„Góði dinglaðu þér“ - hóstaði hún og barði frá sér tóbaksreykinn
með hendinni. En svo hellti hún kaffi í krús handa bílstjóranum og
rétti honum. „Viltu eitthvað með því?“ - spurði hún svo mildari á
manninn.
„Nei“ - svaraði hann snubbótt og saup á kaffinu, en svo mildaðist
hann líka, því þetta var ágætt kaffi og sígarettan var þó alltaf sígar-
etta og hann sá að þetta var umhyggjusöm og geðug stúlka. „Þú átt
kannski Mogga til að lána mér?“ - spurði hann ögn hupplegri, og
þegar hún reyndist bara eiga Moggann frá í gær, þá sagði hann að
það væri allt í lagi, hann hefði hvort sem var ekki haft neinn tíma til
að líta í blöðin í gær.
Snorri fylgdist vel með öllu, því hann skildi að honum væri enn
vant ýmissa smáatriða þrátt fyrir afarnákvæman undirbúning. Hann
hafði td. aldrei sopið á kaffi eða reykt tóbak, - og nú fann hann auk
þess til ónota sem hann hafði ekki kennt í meira en sjöhundruð ár, -
hann var svangur.
Þegar ljóshærða afgreiðslustúlkan kom með öskubakka og borð-
tusku í hendinni að borðinu hans þá greip hann tækifærið að segja
437