Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 37
Snorratorrek
„Guðlast sakar ekki mig“ - sagði Guð almáttugur og var orðinn
alvarlegur. - „Ef það sakar einhvern, þá sakar það þann sem það
fremur. En fyrst og fremst er það vitni um þá alvarlegu handvömm á
sköpunarverki mínu að ég gaf mönnunum frjálsan vilja.“
Svo kýttu þeir um þetta góða stund, og þar sem Guð almáttugur
sá að engillinn Ipor tók þetta ákaflega nærri sér, þá gaf hann eftir.
„Þú skalt þá hverfa aftur til jarðar“ - sagði hann - „og bera þeim
sannleika vitni sem þú veist bestan. Og þú verður að undirbúa þig
vel. Það hefur margt breyst síðan Snorri Sturluson var og hét. Láttu
mig vita ef þig vanhagar um eitthvað varðandi undirbúninginn.“
Engillinn Ipor hugsaði nú sitt ráð lengi og vel og bar það undir
ýmsa aðra sem ræddu kost og löst á ferðaáætlun hans sem varð loks-
ins tilbúin með hjálp Guðs og góðra engla. Það var ekki svo lítið
sem þeir þurftu að gera, sumt var á Ipors eigin færi, annað var óleys-
anlegt nema með hjálp Almættisins, eins og td. það að koma Ipor
með fæðingar- og nafnnúmeri inní tölvubanka þjóðskrárinnar og fá
honum foreldra og æskufélaga.
Þegar Ipor áleit að allt væri komið um kring gekk hann fyrir Guð
almáttugan og laut honum djúpt. „Eg held þetta sé orðið alveg pott-
þétt hjá mér“ - sagði hann - „nú skulu þeir fá á baukinn.“
„Ertu alveg viss um að þú viljir fara?“
„Handviss.“
„Hefurðu gert þér grein fyrir því“ - spurði Guð enn - „að þú
færð ekki aftur snúið hingað fyrr en eftir langt líf sem getur orðið
þér erfitt. Vonbrigði þín geta orðið stór, kannski svo stór að þú ör-
væntir. Og þá gagnar lítið að grípa til einhverra örþrifaráða. Og þú
getur ekki vonast til að verða höggvinn í þetta skiptið. Það er löngu
komið úr tísku, og heilbrigðisþjónustan er orðin svo skolli góð á Is-
landi, að það er eins víst að þú verðir hundgamall.“
„Það væri verri sagan“ - sagði Ipor - „hvernig reddum við því?“
„Jú, sjáðu“ - sagði Guð almáttugur og brosti í laumi að barnaskap
skrifarans - „ég hef rennt í gegnum nokkrar kvikmyndir sem fjalla
um njósnara og aðra útsendara frá leyniþjónustum stórveldanna.
Þeir bera næstum alltaf á sér eiturhylki sem þeir gleypa þegar allt er
komið í óefni. En það að taka sitt eigið líf er synd gagnvart mér og
mínu orði og það vil ég ekki að þú gerir. Þess vegna hef ég útbúið
handa þér alveg sérstaka pillu sem þú færð með þér í bauk. Ef þú
435