Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar
sem skotist hafa uppúr jörðinni og raðað sér þvert yfir stíginn.
Hann snarstansar, stífnar upp. Sumar verurnar virðast hafa líkama
barna, en andlit fullorðinna, máluð voðalegum litum. Þær eru sveip-
aðar kolsvörtum skykkjum; spjót í hendi. Stara á hann dimmum
tóttum í ærandi þögn.
Er öskudagur í dag? var það fyrsta sem honum datt í hug. En þeg-
ar foringinn, sem honum fannst hafa kunnuglegt andlit, gaf allt í
einu frá sér skaðræðis öskur: Ah ha ha! skynjaði hann alvöruna í
loftinu.
Er þetta ekki Sindri litli að kíkja á grafirnar? sagði foringinn
dimmum bassarómi. Kannski að leita að þinni eigin? Ah ha ha!
Hrossahlátur hans bergmálaði um garðinn. Ah-ha-ha!
(. . . gamall vaskur frammi við dyr; kollur fyrir neðan hann,
gervitennur á hillu fyrir ofan. Hátthundið fall dropa . . .)
Brjóstkassi Sindra hófst og hneig ótt og títt og hjarta hans sló svo
hratt að það ætlaði að skreppa útúr líkamanum. Hann hvimaði í
kringum sig: ógn í öllum áttum. Fjendurnir komu nær og nær, fet
fyrir fet, og beindu spjótsoddunum að honum. Bara að þetta væri
nú ekki annað en vondur draumur sem hann myndi fljótlega vakna
upp af.
Sjáið þetta litla viðurstyggilega kvikindi! öskraði foringinn. Er
þetta ekki móðgun við fegurðarskyn okkar?!
Flokkur hans samsinnti með villimannlegum hrópum.
Hefur hann nokkurn rétt til að traðka hér á okkar yfirráðasvæði?
sargaði fyrirliðinn enn og beindi spjóti sínu að kvið Sindra. Viljum
við að hann sé að skakklappast hér, ha?
Nei! argaði flokkurinn og stappaði niður fótum. Nei! Nei!
Sindri virtist steinrunninn, ófær um mál eða gang. Svitaperlur
glitruðu á enni hans í náhvítu mánaskininu.
Veitum þessu útskryppi ærlega ráðningu, ha! Látum hann iðrast
þess að hafa nokkru sinni stigið fæti á þessa jörð!
(. . . veiklulegt viðarborð undir mjóum glugga; daghlöð, sum
gulnuð; öskuhakki fullur af stuhhum; glas með gulri lögg
neðaní . . .)
Hvernig eigum við að hegna kvikindinu? spurði kunnuglega and-
litið, dýrsglampi í dimmum augunum. Hvað viljiði gera við and-
skotans greppitrýnið?
472