Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 129
um allar þær hindranir sem voru - og eru enn - í vegi pólitískrar þátttöku kvenna. I flestum málum hefur Bríet verið frjálslynd en um leið raunsæ. Hún er alltaf með báðar fætur á jörðinni og frá- bitinn allri rómantík. I opinberum skrifum lýsir hún þeirri skoðun sinni að óvígð sambúð sé ekki siðspillandi en höfundur bendir á að hún geri samt þann fyrirvara „. . .að réttarfarslega sé slík sambúð áhættusöm fyrir konuna og börnin“. En það er stundum stutt í aft- urhaldssöm millistéttarsjónarmið hjá henni eins og þegar hún segir um breska hafnarverkamenn sem voru í verkfalli: „Þessum greyjum hinum er sigað áfram með agitation og whisky. Við sáum verkamenn í gær fulla og suma liggjandi friðsamlega hingað og þangað í gras- inu.“ (226). Það vantar heldur ekki í hana mótsagnirnar því þó hún skrifi þetta þá kemur það ekki í veg fyrir að hún styðji íslenskar verkakonur með ráðum og dáð. Virk félagsleg þátttaka ber ekki endi- lega vott um mikið félagslyndi heldur getur hún sprottið af innri þörf fyrir að láta gott af sér leiða, leggja sitt lóð á vogarskálar breytinganna. Eftir lestur bókarinnar finnst mér Bríet að vissu leyti vera einfari og að sú tilhneiging hennar aukist með aldrinum. Sjálf segir hún í bréfi til Laufeyjar - að vísu á erf- iðu augnabliki - að hún sé hætt að finna til þeirrar löngunar að eiga vin. „Fyrir utan pabba þinn þá man eg ekki eftir að hafa átt neinn vin skyldan eða vanda- lausan (nema foreldra mína, börn og systkin). En mér finnst alltaf eg sé að verða hér svo innilega ókunnug. Finnst eg nú orðið þekkja enga. Vera eiginlega vel við enga. Ekki heldur illa við neina. Ofurlítið hlýtt til sumra og ofkalt til ýmsra.“ (269). A þessu kann auðvitað að vera sú skýring að hún hafi alla tíð verið of önnum kafin til að rækta vin- áttu við einstaklinga en hitt er víst að með framlagi sínu til íslenskrar kvenna- baráttu hefur hún uppskorið vináttu kvennahreyfingar síðari tíma. Við sem nú njótum ávaxtanna af verkum hennar og annarra brautryðjenda eigum þeim skuld að gjalda. Bríet Héðinsdóttur verður seint full- þakkað fyrir að færa okkur bréf Bríetar á silfurfati. Það eru ekki bara bréfin sem við eignumst með þessari bók því með henni endurheimtum við glataða reynslu okkar, kafla úr sögu okkar og brot úr sjálfsímynd. Þessi bók er náma fyrir alla þá sem láta sig hagsmunabar- áttu kvenna einhvers varða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 1) Anna G. Jónasdóttir setti þessa kenningu m.a. fram í erindinu „Kyn, völd og pólit- ík“ sem hún flutti á ráðstefnu um íslensk- ar kvennarannsóknir sem haldin var í Odda árið 1985 2) Lúðvík Kristjánsson: Ur bæ í borg. Nokkrar endurminningar Knud Zimsens, fyrrverandi borgarstjóra. Helgafell 1952. Bls. 241. 3) Björg Einarsdóttir: Ur ævi og starfi ís- lenskra kvenna. I. Bókrún 1984. Bls. 152. 527
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.