Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 36
Böðvar Guðmundsson
Snorratorrek
Þegar fræðimennirnir höfðu skrifað svo mikla vitleysu um Snorra
Sturluson að Guði almáttugum ofbauð heimskan í eigin sköpunar-
verki, þá kallaði hann Snorra til sín og sagði: „Hefurðu lesið þvætt-
inginn sem þeir eru að skrifa um þig?“
Snorri sem nú var engill og hét Ipor, sem útleggst „hinn ritglaði"
á fornhebresku, hann svaraði sem satt var, að það hefði hann ekki
gert að neinu ráði, því hann hafði ekki um annað hugsað í mörg-
hundruð ár en sögu Himnaríkis sem hann var að skrifa og kallaði
„Hvolf himinsins“ eða „Himinhvolf".
Þá fól Guð almáttugur englinum Ipor að lesa allt sem fræðimenn-
irnir hefðu skrifað um Snorra Sturluson fyrr og síðar.
Þó svo að engillinn Ipor væri löngu horfinn úr jarðneskum líkama
og hefði iðrast margs sem Snorri Sturluson gerði, þá varð hann áður
langt leið á lesturinn alveg æfur. Hégómlegur metnaður Snorra
Sturlusonar, sem hafði blundað lengi og var nánast orðinn að engu,
tútnaði út á ný.
„Eg verð að komast aftur til jarðar“ - sagði Ipor - „og stoppa
þessa vitleysu. Þeir segja að ég hafi skrifað Eglu og Grettlu og ég
veit ekki hvað, verið valdagírugur, slægur, rauðhærður, smávaxinn,
með kartnögl á hverjum fingri og skegglaus. Eg er fjúkandi reiður."
„En góði vin,“ - sagði Guð almáttugur og var skemmt í laumi yfir
æsingi engilsins, - „hvaða máli skiptir það?“
„Jú, sjáðu“ - sagði Ipor og bar ört á - „mér stendur hreint ekki á
sama um hvað æskulýð Islands er sagt um Snorra Sturluson. Eins og
þér mundi ekki sárna ef þú hefðir eitt sinn verið hann og um þig
væri sagt að þú hefðir gift dætur þínar sjálfum þér til framdráttar og
auk þess skrifað Maríusögu og Kapítólu!“
„Það hefur nú svo margt misjafnt verið sagt um mig“ - sagði Guð
almáttugur - „að ég kippi mér ekki upp við smámuni."
„Guðlast eru engir smámunir" - jagaðist Ipor og stóð fast á sínu -
„það er þér ekki til framdráttar."
434