Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 43
Snorratorrek
numið góða siði við hirð Hákonar gamla og Skúla hertoga. Sá kurt-
eisisleikur sem þá tíðkaðist á Islandi í veislum og mannfögnuði, að
berja á sessunaut sínum með hverjum legg sem fullnagaður var eða
að kasta nöguðum stórgripahnútum um þveran sal, hann var með
öllu forboðinn í konungsveislu. Stórmannlegur ropi eða hávær fret-
brestur vakti lengstum óskipta gleði í ranni í íslensku samkvæmi og
var títt tilefni kveðskapar og orðagamans, en var brottrekstrarsök
frá konungsborði. Kæmi það fyrir að hirðmaður seldi upp undir
borðum sökum ofáts eða ofdrykkju, þá varð hann að sæta stórum
vítum og ærumissi og átti vísa reiði konungsins.
Og hér sat nú Snorri Sturluson í Reykholtsrútunni uppi í Kolla-
firði og barðist við uppköstin af örvæntingu hins fágaða manns.
Hann náfölnaði og kaldur sviti límdi skyrtuna hans við hrygginn á
honum, og hann klemmdi aftur kverkar og varir af heift. Klemmdi
aftur nefið, augun. „Þat skal aldrigi“ - sagði hann aftur og aftur við
sjálfan sig. „Þat skal aldrigi." Gamla konan með skupluna og gler-
augun sá hvað honum leið og gekk fram í til bílstýrunnar.
„Eg held að útlendingurinn sé bílveikur“ - sagði hún - „viltu ekki
stoppa, væna, og láta hann viðra sig?“
Bílstýran ók út í vegkantinn og stansaði rútuna og kom aftur í til
Snorra og spurði hann á ensku hvort hann vildi ekki koma út sem
snöggvast og anda að sér fersku lofti. Svo studdi hún hann út og það
mátti ekki tæpara standa, jafnskjótt og hann hafði báða fætur á jörð-
inni brast slagbrandur kverkanna og brauðsneiðin og vatnið frá um-
ferðarmiðstöðinni ruddist út.
Þeir sem kunnugir eru staðháttum vita að það er alltaf rok á þess-
um slóðum og þess vegna fór gubbið út um allt, á bílstýruna og bíl-
inn en fyrst og fremst á Snorra sjálfan. Hann var útsvínaður hátt
sem lágt og hefði tæplega verið tækur í rútuna á ný ef gamla konan
og bílstýran hefðu ekki verkað hann upp. Gamla konan reyndist
vera með klósettrúllu í fórum sínum og hún verkaði óþverrann af
buxnaskálmum Snorra á meðan bílstýran þurkaði framan úr honum
með tvisti. „It’s OK, it’s OK“ - sagði bílstýran í sífellu. „Just relax,
everything will be fine! It’s OK, it’s OK!“ Og þegar þær voru búnar
að verka hann eins og þær best gátu þá lét hún hann sitja fram í hjá
sér svo að hann yrði síður bílveikur.
Svo ók hún af stað sem leiðin lá.
441