Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar
starfsstúlka á missjónshóteli en var tekin strax sem fullgildur listamaður í
hóp landa sinna í Kaupmannahöfn þó að ekki hefði hún birt mikið ennþá.
Þar gerðist líka eftirminnilegt atvik, sem nú verður sagt frá.
„Þeir komu til Kaupmannahafnar með þáttinn „Já eða nei“, sem hafði
verið geysivinsæll í útvarpinu heima, Sveinn Asgeirsson og snillingar hans,
Steinn Steinarr, Guðmundur Sigurðsson og Helgi Sæmundsson, og héldu
skemmtun. Eg fór með vinkonu minni og skemmti mér mjög vel. Svo kem-
ur að því að þeir kasta fram tveim fyrripörtum sem salurinn á að botna.
Annar fyrriparturinn var svona:
Þessi vaka verður góð,
veki stakan gleði.
Og hinn var:
Oft er kátt við Eyrarsund,
æskan þangað leitar.
Eg tek blaðsnifsi úr veskinu mínu og eftir nokkra umhugsun geri ég þenn-
an botn við seinni fyrripartinn:
Þó mun ísland alla stund
elskað miklu heitar.
Nú var botnunum safnað saman og svo kemur að því að besti botninn er
lesinn upp. Það var botninn minn! Eg varð alveg mállaus af undrun en stóð
samt upp og gekk fram fyrir alla. Síðan var lesinn botninn sem þótti næst-
bestur og þá stendur Jón Helgason upp. Hann fékk önnur verðlaun fyrir
botn við fyrri fyrripartinn:
Ýtar taka að yrkja ljóð
ákaft brakar heilaslóð.
Þetta var auðvitað ofboðslega fyndið. Þegar Jón stóð upp og stelpan
þarna úr missjónshótelinu þá ætlaði lófatakinu náttúrlega aldrei að linna!
En Jón var svo skemmtilegur, honum fannst gaman að ég skyldi verða
númer eitt og lét það óspart í ljós. Eftir þetta var hann mér alveg sérstak-
lega góður."
Þama má segja að þú hafir sýnt að það væri enginn vandi fyrir þig að
yrkja hefðbundið, með stuðlum og rími, þú yrðir strax hetri en Jón Helga-
son! Þess vegna gastu snúið þér óskipt að því að yrkja óhefðbundið.
„Ég var aldrei talandi skáld og enginn hagyrðingur. Órímaða ljóðið hafði