Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 77
(Herbergi -) leigjandi
Ég ætla bara að benda þér á það, minn kæri, að það þarf tvo til og
þú getur þá rétt eins gengið í skrokk á mér, eins og honum Sindra,
þeim öðlingi sem aldrei hefur mátt vamm sitt vita. Alltaf borgaði
hann leiguna þótt hann ætti ekki fyrir öðru. Þú ert varla búinn að
gleyma því, það var ekki svo ósjaldan að þú þóttist þurfa á þessum
aurum að halda. Og hvað veist þú nema þetta hafi allt saman verið
að mínu frumkvæði, þú út og suður og aldrei heima. Hvað veist þú
nema hann hafi reynst mér sá maður sem þú varst ekki.
Komdu þér heim að elda kvöldmatinn slettirekan þín! urraði
Sturlaugur.
Já, en Sturlaugur, ertu búinn að gleyma því að þú ætlaðir að koma
með soðninguna? Kem með hrogn og lifur, sagðirðu. Þess vegna er
ég nú hér, Stulli minn.
Hvað er þetta, þarf ég að sjá um allt eða hvað? Ertu alveg ósjálf-
bjarga!
Svo leit hann á Sindra og þvínæst á verkfærið í hendi sér.
Þú getur þá haft þetta, sagði hann og benti með hnífnum milli fóta
Sindra. Ætli það væri ekki rétt mátulegt á þig, kerlingartæfa.
(. . . illyrmislegt hóstakast; líkaminn dregst í keng, engist með
stríðum sogum . . .)
Sturlaugur Jónsson! Hvur þremillinn er hlaupinn í þig. Við getum
ekki haft þetta í matinn, sagði konan og skipti um tóntegund. Við
getum ekki lagt okkur svoleiðis nokkuð til munns, það veistu vel,
og leit eldsnöggt framaní Sindra. Það yrði mitt síðasta að fara að éta
vini mína, það skal ég bara láta þig vita.
Snautaðu þá heim! öskraði Sturlaugur án þess að snúa sér við.
Þetta er ekki þitt mál. Hann tók um lim Sindra og mundaði hnífinn
enn einu sinni.
Sturlaugur! Sturlaugur! hrópaði konan. Ur því þú ert svona ólmur
að misþyrma manninum væri ekki nær að skera af honum . . . þú
veist, þetta á bakinu. Kryppuna, sagði hún hratt og signdi sig. Hún
er þó miklu bitastæðari, ef út í það er farið. Bætti síðan við, lægra:
Ég er viss um að það væri bara mátulegt á hann að missa hana. Ég er
viss um það, Sturlaugur. Það yrði líka langtum frækilegra högg.
Sturlaugur stendur upp, lítur fyrst á konu sína, síðan spyrjandi á
félaga sína.
Glamur myndast í flokknum og magnast smátt og smátt uns hann
475