Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar
messugerð þeirra Sauðar og Úlfs,
kurr-kyrjandi skógunum lof
sem seiðir þér blátóna úr bringu, hátt
yfir keifandi spóa hjörð!
Hæ, sundrungar einvalalið
með gapandi vá í goggum
og kjaftfor kápuslög!
Hátt á hestgnæfum ási fífl-
djarfur héri! sem greinir
lágfótuléttan dyn
frá örkinni þar sem ég hamra og kný
úr ymjandi steðja minn óð
fyrir hástemmda fiðlu, eða hvin
úr tyngdri tuðru.
En húsdýr, gripdeildagild,
á Guðs körgu veltiflöt
(Skál fyrir skepnum Hans!)
og holdgrönn dýr, sofandi í ró,
hér, í krypplinga skóg!
Heygöltuð, tómleg hús, í þröng
sytrandi og gutlandi vatns,
með hanagalsstríð á þökum!
Þú, þjóðríki granna með ugga
feld og fjöður, mín lýsandi hlúð
sáttmálsörk og tunglskin
sem drekkur Nóa úr flóanum,
með loðfeld, flösu og lús:
Aðeins kliður drukknaðra klukkna
sauða og kirkna, djúpt
í hæpnum friði þegar sól er sest
og myrkur skýlir hverjum helgum reit.
Við munum ríða ein úr hlaði, og þá,
\
432