Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 118
Umsagnir um bækur
TVÍLEIKUR
Þorsteinn frá Hamri
Vatns götur og blóds
Iðunn 1989
Lesandi gæti spurt eftir fyrsta hluta nýj-
ustu ljóðabókar Þorsteins frá Hamri,
Vatns götur og blóðs, hvort hann hafi
fallið fyrir einu helsta áhugamáli sam-
tíðarinnar, dulhyggjunni - eða því sem
heitir hjátrú á venjulegu máli.
Akveðið tré í skóginum
sést ekki sjálft
en mynd sinni dökkri
máttug króna þess bregður
á mörg, lygn vötn. . .
segir í upphafsljóði bókarinnar, „Sannri
sögu“, og heldur áfram:
í þessu fyrsta ljóði segir hann okkur
að við þorum ekki að viðurkenna eðli
okkar, tengslin við fjarlæga fortíð, upp-
runa okkar og náttúruna. Um leið kallar
hann á önnur skáld og spekinga sér til
fulltingis, því „Sönn saga“ er hlaðin vís-
unum í aðrar „sögur“. Líf okkar er
skugginn af því sem er, á sama hátt og
skáldskapurinn er endurómur hugsana
sem áður hafa verið hugsaðar og orðin
geyma í sér. Við setjum okkur óþægi-
lega þröng takmörk í nútímamanns-
hroka okkar ef við opnum ekki hliðin
fyrir hinu yfirskilvitlega og því sem aðr-
ir hafa gert og sagt á undan okkur. „Það
er held ég ekki út í bláinn að gefa svona
löguðu gaum um þessar mundir," sagði
Þorsteinn í viðtali við Þjóðviljann þegar
bókin kom út (2. júní 1989), og hélt
áfram:
Og daglega iðkum við
tvíleik trésins og skuggans:
hins þögla, dulda, eldforna
bakvið allt,
innar, fjær, og þess er við höldum til
streitu
að sé. . .
Og kannski er ekkert vitlaust að svara
játandi. Þorsteinn er í allri bókinni og
þó einkum í fyrsta hluta hennar að
brýna fyrir mönnum að veröldin sé ekki
yfirborðið eitt, það sé fleira í heiminum
en sést með berum augum. Kannski
skipti einmitt mestu það sem við kom-
um ekki auga á.
Okkur veitir ekki af að endurnýja
virðingu okkar fyrir samhengi þeirr-
ar náttúru sem ól okkur og er og
verður dularfull.
I næstu ljóðum heldur Þorsteinn
áfram að draga upp andstæður þess sem
sést og þess sem ekki sést. I „Heiðurs-
gestum" (12) teflir hann fram stórvirkj-
unum, sumum á stalli, sem við þökkum
gengnum kynslóðum fyrir með hávær-
um þakkarávörpum, og álagaþræðinum,
sem tengir okkur við þær í raun og
veru, veikasta þræðinum sem „hrekkur
í tvennt ef talað er um hann“. I „Eld-
verðinum", óhemjufallegu ljóði, er það
516