Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 91
Túbuleikarinn það sem ég sé og heyri. Ég reyni oft að muna hvað hann sagði mér að væri hinum megin veggjarins, en ég get það ekki. En þegar brotin lifna skiptir það ekki máli, því á meðan það varir veit ég að faðir minn kenndi mér að nefna hlutina. Þá er ég stoltur og sannfærður um að það hafi einnig verið hann sem lét mig hafa túbuna og sagði mér að blása. I nokkur hlý andartök hefur allt tilgang og ég veit hvers vegna ég blæs. Allt sem ég sé, heyri og hugsa rennur saman í stóra heildstæða mynd. En þá birtist stálbrot í efsta horni myndarinnar. Það stingst í gegn og ristir hana í sundur. Trefjar bútanna blakta í golunni og að nýju heyri ég smelli snúrunnar á flaggstönginni ásamt skvampi vatnsins fyrir ofan mig. Venjubundin ásjóna hlutanna snýr aftur. Á þeim stundum er ég nær því sannfærður um að ég hafi aldrei átt föður. Feður skilja ekki syni sína eftir tjóðraða við sama staðinn. Feður yf- irgefa ekki syni sína. Ég ranka við mér. Það er eitthvað að gerast. Eitthvað sem aldrei hefur gerst áður. Tveir menn koma út úr byggingunni. Þeir hverfa og ég held að þeir hafi verið missýn. En þá birtast þeir aftur. Þeir ganga yfir hæðina og nálgast mig. Þeir eru í hvítum sloppum og með hlustunarpípur um hálsinn. Þeir koma nær. Þeir brosa. Þeir standa fyrir framan mig, líta hvor á annan og brosa að nýju. Þeir láta eins og ég sé ekki eins og þeir, eins og ég sé hlutur. Ég veit ekki fullkom- lega hvað er að gerast, en ég finn að eitthvað er að. Ég er hræddur. I hendi annars þeirra sé ég litskrúðugan pakka. Mennirnir kinka kolli hvor til annars og sá með pakkann lyftir honum. Ég fylgi hreyfing- unni eftir með augunum og sé að hann hellir úr honum. Flvítt duft rýkur úr pakkanum og þó ég sjái ekki lengur hreyfingar hans veit ég að hann tæmir pakkann í túbuna. Ég er hræddur, en samt get ég ekki annað en undrast hvernig ég veit nöfnin á öllum þessum nýju hlutum. Ég veit hvað var í pakkanum: Þvottaefni. Nú er það í túbunni. Það blandast vatninu. Sápan svíður varir mínar. Sápukúlur svífa úr túbunni. I þeim er síðasta loftið sem mun koma úr lungum mínum. Ég get ekki blásið lengur. Ég finn svíðandi bragð sápunnar í munninum og nefinu. Ég get ekki meira. Flvers vegna gerðu . . . ? Hvers vegna gerðu þeir mér . . . ? Túbuleikarinn lá á skurðarborði undir skærum ljósum í kjallara 489
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.