Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 29
Andlit í djúpinu, brosandi
með því að taka þátt í pólitísku starfi. Ljóðin tjáðu summuna af því sem ég
hugsaði, en á annan hátt.“
Ég kynntist þér fyrst í gegnum Rauðsokkahreyfinguna og mérfinnst Ijóð-
ið „Erfiðir tímar“, um Nóru í Brúðuheimili lhsens og Önnu Karenínu, svo
ólíkt því sem þú sagðir og gerðir á vettvangi baráttunnar, að það er erfitt
fyrir mig að tengja ykkur tvær, rauðsokkuna og skáldið.
„Það er auðvitað dauðahvöt síðast í ljóðinu eins og víðar í ljóðunum
mínum. En fram að því finnst mér þetta mjög raunsætt ljóð inn í umræðu
dagsins."
En það er uppgjöf í því. Það var enga uppgjöf á þér að finna í baráttunni.
„Það sem sækir á mig í ljóðinu er hvað fátt hefur raunverulega breyst frá
dögum Onnu Karenínu. Og þá var ég ekki að hugsa um Island heldur
heiminn í heild. Staða kvenna var nærri því alveg eins slæm. En í baráttu
dagsins var meiri ástæða til að leggja áherslu á aðra hluti. Ég var eldri en
flestir félagar mínir í Rauðsokkahreyfingunni, þær voru margar svo ungar,
og kannski leit ég öðrum augum á hlutina en þær.“
Þú getur ekki talað, brunnstúlka
Þú byrjar á að nota bórnin þín í Laufinu á trjánum, smám saman koma
Ijóð úr eigin bemsku og núna undanfarið hefurðu birt Ijóð um böm ann-
arra, böm í skólanum þar sem þú kennir. Bemskuárin laða þig að sér og
það að vera bam. Þú skrifar fyrir böm líka, og í Boggu á Hjalla minnistu
skemmtilegra atvika frá bemskuárum þínum. En í Ijóðum sem þú yrkir um
æskuár þín er allt annar tónn en í öðru sem þú skrifar. Það er í þeim ómælis-
dýpt og sár tregi sem gerir þau magnaðri en allt annað sem þú hefur skrifað.
Þú sagðir mér áðan frá brunnunum á Vestdalseyri. Áhrifaríkast allra Ijóða
þinna finnst mér „Lausn“ í Kyndilmessu sem byrjar svona:
Skjólan lýstur spegilinn
skellurinn vindur sig upp
eftir hlöðnum steinveggjum
aftur kyrrist
andlit í djúpinu
brosandi. . .
Segðu mér ofurlítið frá þessu Ijóði.
„Það sem ég var að hugsa um, það sem sótti á mig þegar ég orti þetta ljóð
var bæði tilfinningin þegar fólkið er að flytja burtu frá Vestdalseyri og
plássið er að fara í eyði, og þegar stór hópur glæsilegra systkina hverfur.
427