Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 29
Andlit í djúpinu, brosandi með því að taka þátt í pólitísku starfi. Ljóðin tjáðu summuna af því sem ég hugsaði, en á annan hátt.“ Ég kynntist þér fyrst í gegnum Rauðsokkahreyfinguna og mérfinnst Ijóð- ið „Erfiðir tímar“, um Nóru í Brúðuheimili lhsens og Önnu Karenínu, svo ólíkt því sem þú sagðir og gerðir á vettvangi baráttunnar, að það er erfitt fyrir mig að tengja ykkur tvær, rauðsokkuna og skáldið. „Það er auðvitað dauðahvöt síðast í ljóðinu eins og víðar í ljóðunum mínum. En fram að því finnst mér þetta mjög raunsætt ljóð inn í umræðu dagsins." En það er uppgjöf í því. Það var enga uppgjöf á þér að finna í baráttunni. „Það sem sækir á mig í ljóðinu er hvað fátt hefur raunverulega breyst frá dögum Onnu Karenínu. Og þá var ég ekki að hugsa um Island heldur heiminn í heild. Staða kvenna var nærri því alveg eins slæm. En í baráttu dagsins var meiri ástæða til að leggja áherslu á aðra hluti. Ég var eldri en flestir félagar mínir í Rauðsokkahreyfingunni, þær voru margar svo ungar, og kannski leit ég öðrum augum á hlutina en þær.“ Þú getur ekki talað, brunnstúlka Þú byrjar á að nota bórnin þín í Laufinu á trjánum, smám saman koma Ijóð úr eigin bemsku og núna undanfarið hefurðu birt Ijóð um böm ann- arra, böm í skólanum þar sem þú kennir. Bemskuárin laða þig að sér og það að vera bam. Þú skrifar fyrir böm líka, og í Boggu á Hjalla minnistu skemmtilegra atvika frá bemskuárum þínum. En í Ijóðum sem þú yrkir um æskuár þín er allt annar tónn en í öðru sem þú skrifar. Það er í þeim ómælis- dýpt og sár tregi sem gerir þau magnaðri en allt annað sem þú hefur skrifað. Þú sagðir mér áðan frá brunnunum á Vestdalseyri. Áhrifaríkast allra Ijóða þinna finnst mér „Lausn“ í Kyndilmessu sem byrjar svona: Skjólan lýstur spegilinn skellurinn vindur sig upp eftir hlöðnum steinveggjum aftur kyrrist andlit í djúpinu brosandi. . . Segðu mér ofurlítið frá þessu Ijóði. „Það sem ég var að hugsa um, það sem sótti á mig þegar ég orti þetta ljóð var bæði tilfinningin þegar fólkið er að flytja burtu frá Vestdalseyri og plássið er að fara í eyði, og þegar stór hópur glæsilegra systkina hverfur. 427
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.