Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar buxnavasann eftir pillubauknum. „Eigi skal höggva“ - hvíslaði hann aftur og gleypti uppstigningarpilluna. Samstundis stóð hann hvítur og hreinn við fótskör Guðs almátt- ugs og laut honum djúpt. „Ævinlega margblessaður, Ipor minn“ - sagði Herrann og átti bágt með að leyna góðlátlegu brosi sem laumaðist fram í augnakrók- ana. „Ansi varstu snöggur í snúningum." „Ekki stríða mér“ - sagði Ipor í bænarrómi - „nóg er nú samt. En eitt er allavega pottþétt, og það er að mér stendur nákvæmlega á sama um það, hvað æskulýð Islands er sagt um Snorra Sturluson. Auli var ég að sjá þetta ekki fyrir og mátulega var mér refsað fyrir hégómaskapinn. Eins og það skipti nokkru máli hvað fólk heldur um Snorra Sturluson." „Góði vin“ - sagði Guð almáttugur og setti engilinn í kjöltu sér og var orðinn alvarlegur - „því hefur löngum verið haldið fram að ekkert skipti máli. En það er ekki rétt. I þeirri veröld sem ég skapaði fyrir löngu, og ef til vill af dálitlum vanefnum, þar skiptir allt máli. Veröldin er samansett úr atburðum, þar sem einn leiðir annan af sér. Stöðvist rás atburðanna, ja, þá er ekkert eftir. Skilurðu það. Eða eins og Kaninn segir: The show must go on. Heimildaleysið um Snorra Sturluson leiddi af sér allar getgátur fræðimannanna, ruglið í þeim ýtti svo við hégómaskapnum í þér, af því að þú varst einu sinni Snorri Sturluson, og ferðin til Reykholts læknaði þig svo af honum. Og er ekki sem mér sýnist, að áhugi þinn á sögu Himnaríkis sé nú aftur heill og óskiptur?“ Glaður í hjarta beiddi engillinn Ipor Almættið orlofs og hraðaði sér til fyrri starfa. Þess má geta til gamans, að loksins þegar nemendum skólans í Reykholti tókst að opna Snorragöngin seint að kvöldi hins 23. sept- ember, þá var þar enginn Arinbjörn Ólafsson. Þar var alls enginn. Þeir urðu auðvitað logandi hræddir og sögðu skólastýrunni frá og hún lét samstundis kalla út lögreglu og síðar björgunarsveitir sem leituðu hans í marga daga en árangurslaust. Það var meira að segja fengin skyggn kona alla leið frá Noregi, en þó að hún væri lokuð inni í göngunum tímunum saman þá sá hún aldrei neitt. I ferðatösku Arinbjarnar var ekkert sem gaf til kynna hvað af 454
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.