Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar
buxnavasann eftir pillubauknum. „Eigi skal höggva“ - hvíslaði hann
aftur og gleypti uppstigningarpilluna.
Samstundis stóð hann hvítur og hreinn við fótskör Guðs almátt-
ugs og laut honum djúpt.
„Ævinlega margblessaður, Ipor minn“ - sagði Herrann og átti
bágt með að leyna góðlátlegu brosi sem laumaðist fram í augnakrók-
ana. „Ansi varstu snöggur í snúningum."
„Ekki stríða mér“ - sagði Ipor í bænarrómi - „nóg er nú samt. En
eitt er allavega pottþétt, og það er að mér stendur nákvæmlega á
sama um það, hvað æskulýð Islands er sagt um Snorra Sturluson.
Auli var ég að sjá þetta ekki fyrir og mátulega var mér refsað fyrir
hégómaskapinn. Eins og það skipti nokkru máli hvað fólk heldur
um Snorra Sturluson."
„Góði vin“ - sagði Guð almáttugur og setti engilinn í kjöltu sér
og var orðinn alvarlegur - „því hefur löngum verið haldið fram að
ekkert skipti máli. En það er ekki rétt. I þeirri veröld sem ég skapaði
fyrir löngu, og ef til vill af dálitlum vanefnum, þar skiptir allt máli.
Veröldin er samansett úr atburðum, þar sem einn leiðir annan af sér.
Stöðvist rás atburðanna, ja, þá er ekkert eftir. Skilurðu það. Eða eins
og Kaninn segir: The show must go on. Heimildaleysið um Snorra
Sturluson leiddi af sér allar getgátur fræðimannanna, ruglið í þeim
ýtti svo við hégómaskapnum í þér, af því að þú varst einu sinni
Snorri Sturluson, og ferðin til Reykholts læknaði þig svo af honum.
Og er ekki sem mér sýnist, að áhugi þinn á sögu Himnaríkis sé nú
aftur heill og óskiptur?“
Glaður í hjarta beiddi engillinn Ipor Almættið orlofs og hraðaði
sér til fyrri starfa.
Þess má geta til gamans, að loksins þegar nemendum skólans í
Reykholti tókst að opna Snorragöngin seint að kvöldi hins 23. sept-
ember, þá var þar enginn Arinbjörn Ólafsson. Þar var alls enginn.
Þeir urðu auðvitað logandi hræddir og sögðu skólastýrunni frá og
hún lét samstundis kalla út lögreglu og síðar björgunarsveitir sem
leituðu hans í marga daga en árangurslaust. Það var meira að segja
fengin skyggn kona alla leið frá Noregi, en þó að hún væri lokuð
inni í göngunum tímunum saman þá sá hún aldrei neitt.
I ferðatösku Arinbjarnar var ekkert sem gaf til kynna hvað af
454