Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 53
Snorratorrek
þarna beið þess að seðja gráð sína. Og heyrði hann rétt? Var bana-
maður hans hér enn á sveimi, aulinn sá?
„Hver verður Arni beiskur í kvöld?“ - spurði skólastýran enn.
Unglingarnir stungu saman nefjum með vaxandi klið. Brátt
heyrðist ekki mannsins mál.
„Danni!“ - æpti hás rödd upp yfir kliðinn. - „Dann-i grað-i!“
Skólastýran lyfti hægri hönd og allt datt í dúnalogn. - „Daníel
Salómonsson“ - sagði hún - „lofar þú að sýna þig þess verðugan að
bregða skólabrandinum í kvöld? Stíg fram og seg ef þú þorir, sit
kyrr ella og þeg.“
Það var örlagaþrungin þögn í matsalnum, en svo sté umræddur
skólasveinn fram, Snorri sá að það var söngvarinn úr rútunni, sá sem
fyrstur hafði flutt honum skiljanlegan texta á móðurmálinu.
„Mér langar ekki tilðess“ - sagði hann og saug lengi og fast upp í
nefið. - „En éskal alveg gerida."
Það varð mikið lófaklapp og píp í salnum og unglingurinn settist.
Þegar hávaðinn rénaði þakkaði skólastýran Daníel Salómonssyni
fyrir að vilja vera Arni beiskur, og hún sagði honum að koma til sín
eftir matinn að sækja skólabrandinn. Svo sneri hún sér að Snorra og
sagði kuldalega að nú ætlaði Arinbjörn Ólafsson að segja nokkur
orð.
Það kom alveg flatt á Snorra og hann saup hveljur. Presturinn sá
hvað honum leið og brosti hughreystandi til hans. - „Segðu eitthvað
fallegt við krakkana! - sagði hún - „bara nokkur orð.“
Snorri reis hægt á fætur og leit skelfdur á unglingana, honum
fannst augu þeirra þrástara á sig út úr matargufunni, illgjörn og
hættuleg. „Góðir sveinar" - sagði hann mjóróma, en svo gat hann
ekki meir. Presturinn reyndi að blikka hann. „Góðir sveinar“ -
kreisti hann aftur fram á varir sínar.
Unglingsstelpa sem var svo herðabreið að hún leit út eins og jafn-
arma þríhyrningur á hvolfi barði í borðið og æpti: „Heyrðu nú
góði! Þú skalt sko vita að hér eru líka konur, og meira að segja í
meirihluta!"
Og það fór allt í uppnám, hver kvenröddin annarri hærri æpti og
mótmælti, Snorri sé niður í sætið og þurkaði kaldan svita af enninu.
Skólastýran lyfti hægri hönd ógnandi og þegar þögn var aftur komin
á sagði hún stutt og kalt: „Gjöriði svo vel.“
451