Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 53
Snorratorrek þarna beið þess að seðja gráð sína. Og heyrði hann rétt? Var bana- maður hans hér enn á sveimi, aulinn sá? „Hver verður Arni beiskur í kvöld?“ - spurði skólastýran enn. Unglingarnir stungu saman nefjum með vaxandi klið. Brátt heyrðist ekki mannsins mál. „Danni!“ - æpti hás rödd upp yfir kliðinn. - „Dann-i grað-i!“ Skólastýran lyfti hægri hönd og allt datt í dúnalogn. - „Daníel Salómonsson“ - sagði hún - „lofar þú að sýna þig þess verðugan að bregða skólabrandinum í kvöld? Stíg fram og seg ef þú þorir, sit kyrr ella og þeg.“ Það var örlagaþrungin þögn í matsalnum, en svo sté umræddur skólasveinn fram, Snorri sá að það var söngvarinn úr rútunni, sá sem fyrstur hafði flutt honum skiljanlegan texta á móðurmálinu. „Mér langar ekki tilðess“ - sagði hann og saug lengi og fast upp í nefið. - „En éskal alveg gerida." Það varð mikið lófaklapp og píp í salnum og unglingurinn settist. Þegar hávaðinn rénaði þakkaði skólastýran Daníel Salómonssyni fyrir að vilja vera Arni beiskur, og hún sagði honum að koma til sín eftir matinn að sækja skólabrandinn. Svo sneri hún sér að Snorra og sagði kuldalega að nú ætlaði Arinbjörn Ólafsson að segja nokkur orð. Það kom alveg flatt á Snorra og hann saup hveljur. Presturinn sá hvað honum leið og brosti hughreystandi til hans. - „Segðu eitthvað fallegt við krakkana! - sagði hún - „bara nokkur orð.“ Snorri reis hægt á fætur og leit skelfdur á unglingana, honum fannst augu þeirra þrástara á sig út úr matargufunni, illgjörn og hættuleg. „Góðir sveinar" - sagði hann mjóróma, en svo gat hann ekki meir. Presturinn reyndi að blikka hann. „Góðir sveinar“ - kreisti hann aftur fram á varir sínar. Unglingsstelpa sem var svo herðabreið að hún leit út eins og jafn- arma þríhyrningur á hvolfi barði í borðið og æpti: „Heyrðu nú góði! Þú skalt sko vita að hér eru líka konur, og meira að segja í meirihluta!" Og það fór allt í uppnám, hver kvenröddin annarri hærri æpti og mótmælti, Snorri sé niður í sætið og þurkaði kaldan svita af enninu. Skólastýran lyfti hægri hönd ógnandi og þegar þögn var aftur komin á sagði hún stutt og kalt: „Gjöriði svo vel.“ 451
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.