Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 17
Andlit í djúpinu, brosandi
„Eg fékk bein tengsl við órímaða ljóðið strax sem barn, vegna þess að
amma hafði átt bók sem ég fékk að eignast og elskaði meira en allar aðrar
bækur, og geri, hún fylgir mér enn þótt hún sé orðin hálfgerð drusla - rit-
safn Gests Pálssonar, gefið út í Winnipeg 1902. Þar þýddi hann órímuð
prósaljóð eftir Turgenjev og fleiri og þetta er beint upphaf órímaða ljóðsins
á Islandi. Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Gunnar Sigurðsson og Jóhann
Jónsson sækja beint í Gest.“
En þegar þú ert tuttugu og þriggja ára er bylting Ijóbformsins um garð
gengin. Var eitthvað í þeirri umrxðu sem hafði áhrif á þig?
»Já vissulega, ég kynntist henni í Kennaraskólanum. Ég var líka í leik-
listarskóla 1951 - ’53 og þar var mikið talað um þessa hluti. Ég kynntist
Þorsteini Valdimarssyni þegar hann var að byrja að yrkja órímað, ljóð Tag-
ore las ég og fylgdist með Jóhannesi úr Kötlum þegar hann var að breyta
um stíl. Og náttúrlega las ég ljóðaþýðingar Magnúsar Asgeirssonar. Svo
kom grein Sigfúsar Daðasonar, „Til varnar skáldskapnum", í Tímaritinu og
hún varð guðspjall. Þetta var allt í kringum mig og líka á Kommagarði þar
sem ég vandi komur mínar þessi ár. Því ég var þá löngu orðin kommún-
isti.“
Rauðir fánar
»Eg var orðin kommúnisti áður en ég kom suður. Það var dálítið sér-
kennilegt hvernig ég gerðist kommúnisti. Ég fór til Norðfjarðar í skóla eins
°g ég sagði áðan, og þar var þá stofnað Félag ungra sjálfstæðismanna. Fólk-
inu sem ég var hjá þótti sjálfsagt að ég gengi í félagið þó að ég væri ekki
orðin sextán ára. Ég hlýddi þessu og sótti fundi, fékk meira að segja að fara
á hátíðina í Egilsstaðaskógi um verslunarmannahelgina. Það vildi svo vel til
að á leiðinni heim af hátíðinni fóru allir vegir í ægilegum flóðum og við
urðum að vera heila viku á hótelinu á Reyðarfirði og bíða eftir Súðinni.
Það var alveg ofboðslega skemmtilegt!
Eg varð náttúrlega fyrir aðkasti frá kommunum fyrir að vera fálki, eins
°g þeir kölluðu það, og ég fór að lesa mér til. Og ég fann að það var eitt-
hvað að gerast þó að mér væri ekki ljóst hvað það var.
1. maí árið eftir voru kommarnir búnir að fá meirihluta á Neskaupstað,
fimm menn í bæjarstjórn. Neskaupstaður var orðinn rauður, og það átti að
halda mikla hátíð til að fagna þessu. Ég hafði fengið fyrir sumardaginn
fyrsta fallegan skokk og hvíta blússu og var voða fín þegar ég var búin að
klæða mig í þetta 1. maí. Húsmóðir mín var æst og reið þennan dag og vildi
auðvitað ekki koma nálægt hátíðahöldunum af því að þau voru á vegum
kommanna.
415