Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 17
Andlit í djúpinu, brosandi „Eg fékk bein tengsl við órímaða ljóðið strax sem barn, vegna þess að amma hafði átt bók sem ég fékk að eignast og elskaði meira en allar aðrar bækur, og geri, hún fylgir mér enn þótt hún sé orðin hálfgerð drusla - rit- safn Gests Pálssonar, gefið út í Winnipeg 1902. Þar þýddi hann órímuð prósaljóð eftir Turgenjev og fleiri og þetta er beint upphaf órímaða ljóðsins á Islandi. Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Gunnar Sigurðsson og Jóhann Jónsson sækja beint í Gest.“ En þegar þú ert tuttugu og þriggja ára er bylting Ijóbformsins um garð gengin. Var eitthvað í þeirri umrxðu sem hafði áhrif á þig? »Já vissulega, ég kynntist henni í Kennaraskólanum. Ég var líka í leik- listarskóla 1951 - ’53 og þar var mikið talað um þessa hluti. Ég kynntist Þorsteini Valdimarssyni þegar hann var að byrja að yrkja órímað, ljóð Tag- ore las ég og fylgdist með Jóhannesi úr Kötlum þegar hann var að breyta um stíl. Og náttúrlega las ég ljóðaþýðingar Magnúsar Asgeirssonar. Svo kom grein Sigfúsar Daðasonar, „Til varnar skáldskapnum", í Tímaritinu og hún varð guðspjall. Þetta var allt í kringum mig og líka á Kommagarði þar sem ég vandi komur mínar þessi ár. Því ég var þá löngu orðin kommún- isti.“ Rauðir fánar »Eg var orðin kommúnisti áður en ég kom suður. Það var dálítið sér- kennilegt hvernig ég gerðist kommúnisti. Ég fór til Norðfjarðar í skóla eins °g ég sagði áðan, og þar var þá stofnað Félag ungra sjálfstæðismanna. Fólk- inu sem ég var hjá þótti sjálfsagt að ég gengi í félagið þó að ég væri ekki orðin sextán ára. Ég hlýddi þessu og sótti fundi, fékk meira að segja að fara á hátíðina í Egilsstaðaskógi um verslunarmannahelgina. Það vildi svo vel til að á leiðinni heim af hátíðinni fóru allir vegir í ægilegum flóðum og við urðum að vera heila viku á hótelinu á Reyðarfirði og bíða eftir Súðinni. Það var alveg ofboðslega skemmtilegt! Eg varð náttúrlega fyrir aðkasti frá kommunum fyrir að vera fálki, eins °g þeir kölluðu það, og ég fór að lesa mér til. Og ég fann að það var eitt- hvað að gerast þó að mér væri ekki ljóst hvað það var. 1. maí árið eftir voru kommarnir búnir að fá meirihluta á Neskaupstað, fimm menn í bæjarstjórn. Neskaupstaður var orðinn rauður, og það átti að halda mikla hátíð til að fagna þessu. Ég hafði fengið fyrir sumardaginn fyrsta fallegan skokk og hvíta blússu og var voða fín þegar ég var búin að klæða mig í þetta 1. maí. Húsmóðir mín var æst og reið þennan dag og vildi auðvitað ekki koma nálægt hátíðahöldunum af því að þau voru á vegum kommanna. 415
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.