Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 124
Tímarit Máls og menningar bréfaskriftum við C.C.C. en auk þess sótti hún tvisvar þing IWSA (Inter- national Women Suffrage Alliance) og tvisvar fór hún á norræn kvennaþing. A bls. 286 segir höfundur frá því að Kven- réttindafélagið átti frumkvæði að þeirri fjölskyldulöggjöf sem samþykkt var á Alþingi 1923. Tveimur árum áður hafði League of Women Voters fengið frum- varp um vernd mæðra og barna í gegn- um bandaríska þingið. Væri óneitanlega gaman að vita hvort einhver hugmynda- leg tengsl hafi verið milli þessara tveggja lagasetninga. Sótti Bríet hugmyndina til C.C.C. eða fékk hún hana í einhverri utanferð sinni? Eftir kosningarnar 1916 endurmetur Bríet þátttöku sína í karlaflokkunum. Hún fer í framboð, kemst ekki í öruggt sæti og vegna útstrikana verður hún annar varamaður á þingi en ekki sá fyrsti. Héðni skrifar hún: „Mér þykir leiðinlegt að geta ekki verið í svikalausri pólitískri samvinnu við karlmenn. En eg er viss um, og hefi alltaf verið viss um það, að það fæst aldrei af karlmanna hálfu.“ (285). I sama bréfi fá konur sína sneið: „Eg er hálfleið að hugsa til að konur verði að neyðast til að bögglast með sérlista siðar. Þá verða líkurnar ekki stórar fyrir þær að koma sínum þingmannaefnum að. Fyrst ósjálfstæði kvenna og sérstakt áhugaleysi, vani að fylgjast með manni og vandamönnum, leti og kæruleysi að sækja kjörfundi og blint flokksfylgi sumra." (284). Síðar á hún eftir að verða fyrir enn meiri von- brigðum með konur. Hún er í fyrsta sæti á kvennalista í landskosningum 1926 en sá listi hlaut aðeins um 3.5% gildra atkvæða. Bókarhöfundur vitnar í Laufeyju sem sagði um þennan atburð að móður sinni látinni: „Var þá móðir mín þreytt og vonsvikin og lét af for- mennskunni í Kvenréttindafélaginu." (307) Eftir þetta lögðust sérframboð kvenna af í tæp 60 ár og féllu í gleymsk- unnar dá. Tilvistarorka Allt frá unga aldri svíður Bríeti það óréttlæti og sú lagalega og félagslega undirokun sem konur búa við. 16 ára gömul byrjar hún að festa hugsanir sín- ar um þessi mál á blað en ekkert kemur þó fyrir almenningssjónir fyrr en hún er orðin 29 ára. Margfrægan fyrirlestur sinn flytur hún árið 1887 þá 31 árs göm- ul og sjö árum síðar hefur hún útgáfu Kvennablaðsins. Yfirlýsing ritstýrunnar í fyrsta tölublaði er á þá leið að í efnis- vali muni blaðið „. . .gefa sig að konun- um og heimilunum." (51). Höfundur bendir á að þó blaðið virðist í upphafi íhaldssamt í kvennapólitískum skilningi þá hafi það ótvítrætt verið umbótasinn- að (52). Bríet er fremur hægfara í kvennapólitík á þessum árum og jafnvel árið 1904, þá 48 ára gömul, segir hún í viðtali við danskt dagblað: „. . .jeg er ikke „Kvindesagskvinde“ som de kalder det i Danmark. . .“ (65). En fræið er vissulega til staðar og tveimur árum síð- ar er sprottinn af því heilmikill stólpi. Þá er Bríet búin að taka stefnuna í kvenréttindabaráttunni og setur á fulla ferð áfram. Höfundur veltir því fyrir sér hvernig á því standi að Bríet taki svona seint við sér og segir: „. . . nærtækasta skýringin á atkvæðaleysi Bríetar í pólitískri jafn- réttisbaráttu á hjónabandsárunum er auðvitað annríki. Hún er ýmist ófrísk eða brjóstmylkjandi á sjöunda ár og þó hún hafi vinnukonu eru heimilisstörf 522
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.