Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 82
Elías Mar
Úr skúffum og skápum
Fyrstu árin eftir að ég kynntist Málfríði Einarsdóttur hittumst við sára-
sjaldan og þá ætíð fyrir tilviljun. Við höfðum verið kynnt hjá sameiginlegu
vinafólki erlendis; það mun hafa verið laust eftir 1950, og hún var þá ný-
stigin af sjúkrabeði, réttara sagt: upprisin frá dauðum. Mann gat varla
grunað það þá, að þessi veiklulega og fáláta kona, komin á sextugsaldur,
ætti eftir að lifa í rúma þrjá áratugi og leysa af hendi megnið af ævistarfi
sínu.
I fyrsta skipti sem ég kom á heimili hennar var það í fylgd gamals æsku-
vinar hennar, Þórðar Sigtryggssonar orgelkennara. Hún bjó þá uppi á ris-
hæð í Pósthúsinu gamla, og það voru brattir og harðir stigar og mjög und-
arleg lykt í húsinu.
A þessum árum hafði hún lítið birt eftir sig annað en fáeinar ljóðaþýð-
ingar og stöku smákvæði, auk örfárra tækifærisgreina í dagblöðum. Það
hafði hún sumt birt undir höfundarnafninu Fríða Einars, og var þá stund-
um ruglað saman við aðra borgfirzka frú í höfuðstaðnum, sem kenndi á
píanó og hét líka Fríða Einars, eða Einarsson.
Svo mun það hafa verið svo seint sem haustið 1965, sama árið og hann
Þórður hennar dó, að hún kom að máli við mig þar sem ég sat að störfum
mínum á Þjóðviljanum. Hún var þá búin að taka að sér þýðingu á fram-
haldssögu í blaðið, bókinni „Beyond All Pity“ eftir Caroline Maria de Jes-
us, sem fjallaði um eymdarlíf þeirra fátækustu í brasílskum borgum, favelu-
fólkið, og var látin heita „I favelunni þar sem ólíft er“. Erindi Málfríðar við
mig var að fá mig til að þýða sex eða sjö smáljóð sem voru á dreif í frásög-
unni og ekki höfundargreind, því þau voru alþýðuljóð, götuvísur eða dans-
stef, blandin miklum trega. Eg tók þetta að mér. Og það var ekki fyrr en ég
skilaði henni þýðingunni sem mér hugkvæmdist að spyrja hana, því í
ósköpunum hún hefði ekki þýtt þetta sjálf. Hún brosti við og svaraði fáu.
En hún gaf mér í skyn, að þetta væri ósköp ómerkilegur kveðskapur, sem
enginn vissi höfund að; það væri ekki eins og þau væru eftir eitthvert þekkt
nafn úr heimsbókmenntunum, Það var mikið rétt hjá henni. Þetta var ekki
eftir Dante. En þetta var þó rödd fólks sem á ævi sinni, langri eða stuttri,
kynntist jarðnesku infemo af eigin raun og fékk ekki úr því losazt.
480