Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 130
Frá ritstjóra
Þótt talan fimmtíu standi á kili þessa heftis er það ekki fyrr en á næsta ári að
tímaritið er fimmtugt í núverandi mynd. Reyndar komu út á árunum 1938 og
39 nokkur hefti þess sem kallað hefur verið „Litla tímaritið" er hafði að geyma
bókafregnir og önnur skilaboð til félagsmanna Máls og menningar - en það er
svo snemma árs 1940 að út kemur „í rauninni nýtt málgagn með breyttum og
víðtækari tilgangi en hið eldra með sama nafni“, eins og Kristinn E. Andrésson
segir í aðfararorðum þess. Hann segir jafnframt að ritið sé ekki gert út af nein-
um stjórnmálaflokki og hafi enga flokkspólitíska hagsmuni, en muni „í hví-
vetna túlka málstað frjálslyndis og réttlætis." Það hefur verið stefna Tímaritsins
æ síðan að leggja megináherslu á skrif um bókmenntir og sýnishorn af nýjum
skáldskap, um leið og það hefur birt greinar um menningar- og þjóðfélagsmál í
víðum skilningi.
Undirritaður hefur nú stýrt Tímaritinu á hálft þriðja ár, og reynt að fylgja
þessari stefnu: að gefa almennum lesendum kost á að fylgjast með því sem
fræðimenn eru að fást við, gefa örlitla mynd af þeirri skáldskapariðkun sem
virðist vera í öðru hverju húsi landsins ef marka má þann fjölda sem Tímaritinu
berst af þvílíku efni - og hafa innan um og saman við greinar af sagnfræðileg-
um toga, ádrepur og kynningu á erlendum höfundum. Þetta hefur verið ákaf-
lega skemmtilegt og lærdómsríkt, en jafnframt krefjandi og tímafrekt, ef vel á
að vera, og því hef ég kosið að snúa mér að öðrum störfum hjá Máli og menn-
ingu. Nú verða sem sé vaktaskipti - við Tímaritinu tekur Arni Sigurjónsson,
sem lesendur þekkja af ýmsum skrifum, bæði í þetta tímarit og á öðrum vett-
vangi. Honum fylgja mínar bestu óskir, um leið og ég þakka höfundum
ánægjulegt samstarf, sem og öðrum samstarfsmönnum.
GAT
528