Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 130
Frá ritstjóra Þótt talan fimmtíu standi á kili þessa heftis er það ekki fyrr en á næsta ári að tímaritið er fimmtugt í núverandi mynd. Reyndar komu út á árunum 1938 og 39 nokkur hefti þess sem kallað hefur verið „Litla tímaritið" er hafði að geyma bókafregnir og önnur skilaboð til félagsmanna Máls og menningar - en það er svo snemma árs 1940 að út kemur „í rauninni nýtt málgagn með breyttum og víðtækari tilgangi en hið eldra með sama nafni“, eins og Kristinn E. Andrésson segir í aðfararorðum þess. Hann segir jafnframt að ritið sé ekki gert út af nein- um stjórnmálaflokki og hafi enga flokkspólitíska hagsmuni, en muni „í hví- vetna túlka málstað frjálslyndis og réttlætis." Það hefur verið stefna Tímaritsins æ síðan að leggja megináherslu á skrif um bókmenntir og sýnishorn af nýjum skáldskap, um leið og það hefur birt greinar um menningar- og þjóðfélagsmál í víðum skilningi. Undirritaður hefur nú stýrt Tímaritinu á hálft þriðja ár, og reynt að fylgja þessari stefnu: að gefa almennum lesendum kost á að fylgjast með því sem fræðimenn eru að fást við, gefa örlitla mynd af þeirri skáldskapariðkun sem virðist vera í öðru hverju húsi landsins ef marka má þann fjölda sem Tímaritinu berst af þvílíku efni - og hafa innan um og saman við greinar af sagnfræðileg- um toga, ádrepur og kynningu á erlendum höfundum. Þetta hefur verið ákaf- lega skemmtilegt og lærdómsríkt, en jafnframt krefjandi og tímafrekt, ef vel á að vera, og því hef ég kosið að snúa mér að öðrum störfum hjá Máli og menn- ingu. Nú verða sem sé vaktaskipti - við Tímaritinu tekur Arni Sigurjónsson, sem lesendur þekkja af ýmsum skrifum, bæði í þetta tímarit og á öðrum vett- vangi. Honum fylgja mínar bestu óskir, um leið og ég þakka höfundum ánægjulegt samstarf, sem og öðrum samstarfsmönnum. GAT 528
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.