Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 113
Þrjár sögur
hvort eitthvað amaði að. Ég huldi andlitið í höndum mér. Hún setti
frá sér skjóluna, fór aftur inn, og kom út með aura.
„Drífðu þig nú,“ sagði hún.
Hún stóð enn í sömu sporum þegar ég staldraði við á götuhorn-
inu og leit um öxl. Ég hljóp eins hratt og ég gat. I einni af verslunum
borgarinnar sem seldi sokka, var ég spurð hvaða númer ég notaði.
Ég vissi það ekki.
„Við skulum líta á annan sokkinn sem þú ert í,“ lagði afgreiðslu-
maðurinn til. Það kom í ljós að hann var númer níu.
Ég sýndi systur minni nýju sokkana þegar ég kom aftur heim.
Hún notaði líka númer níu.
Tveimur árum síðar flutti fjölskylda okkar til Kóreu og settist að í
Seoul. Þegar ég var í níunda bekk, gerðu skólayfirvöld foreldrum
mínum aðvart um að ég ætti of vingott við einn kennarann minn,
Hr. Mihasahi. Þau bönnuðu að ég heimsækti hann. Hann hafði ver-
ið veikur, var með kvef sem hélt áfram að versna. Það voru engin
lokapróf í námsgreinum hans.
Nokkrum dögum fyrir jól fórum við mamma inn í borg að versla.
Ég keypti pípuhatt úr rauðu satíni, sem ég hugðist færa Hr. Mihashi
að gjöf. Grein af jólaviði, með djúpgrænu laufi og rauðum berjum,
hafði verið stungið undir borðann. I hattinum var súkkulaðikúla,
vafin í málmpappír.
I bókabúð við sömu götu rakst ég á systur mína. Ég sýndi henni
pakkann minn.
„Gettu hvað er í honum!“ sagði ég. „Það er gjöf handa Hr. Mih-
ashi.“
„O, nei!“ sagði hún lágt og ásakandi. Þú getur ekki gert það!
Manstu ekki að skólinn sagði að þú mættir ekki?“
Gleði mín hvarf eins og dögg fyrir sólu. I fyrsta sinn gerði ég mér
ljóst að hún var öðruvísi en ég.
Jólin komu og fóru, en rauði hatturinn sat áfram á skrifborðinu
mínu. Tveimur dögum fyrir nýársdag var hatturinn hins vegar far-
inn. Mér fannst sem horfinn væri síðasti vottur hamingju minnar.
Ég hafði ekki kjark í mér til að spyrja systur mína hvað orðið hefði
af honum.
A gamlárskvöld fór systir mín með mig út í göngutúr.
511