Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 113
Þrjár sögur hvort eitthvað amaði að. Ég huldi andlitið í höndum mér. Hún setti frá sér skjóluna, fór aftur inn, og kom út með aura. „Drífðu þig nú,“ sagði hún. Hún stóð enn í sömu sporum þegar ég staldraði við á götuhorn- inu og leit um öxl. Ég hljóp eins hratt og ég gat. I einni af verslunum borgarinnar sem seldi sokka, var ég spurð hvaða númer ég notaði. Ég vissi það ekki. „Við skulum líta á annan sokkinn sem þú ert í,“ lagði afgreiðslu- maðurinn til. Það kom í ljós að hann var númer níu. Ég sýndi systur minni nýju sokkana þegar ég kom aftur heim. Hún notaði líka númer níu. Tveimur árum síðar flutti fjölskylda okkar til Kóreu og settist að í Seoul. Þegar ég var í níunda bekk, gerðu skólayfirvöld foreldrum mínum aðvart um að ég ætti of vingott við einn kennarann minn, Hr. Mihasahi. Þau bönnuðu að ég heimsækti hann. Hann hafði ver- ið veikur, var með kvef sem hélt áfram að versna. Það voru engin lokapróf í námsgreinum hans. Nokkrum dögum fyrir jól fórum við mamma inn í borg að versla. Ég keypti pípuhatt úr rauðu satíni, sem ég hugðist færa Hr. Mihashi að gjöf. Grein af jólaviði, með djúpgrænu laufi og rauðum berjum, hafði verið stungið undir borðann. I hattinum var súkkulaðikúla, vafin í málmpappír. I bókabúð við sömu götu rakst ég á systur mína. Ég sýndi henni pakkann minn. „Gettu hvað er í honum!“ sagði ég. „Það er gjöf handa Hr. Mih- ashi.“ „O, nei!“ sagði hún lágt og ásakandi. Þú getur ekki gert það! Manstu ekki að skólinn sagði að þú mættir ekki?“ Gleði mín hvarf eins og dögg fyrir sólu. I fyrsta sinn gerði ég mér ljóst að hún var öðruvísi en ég. Jólin komu og fóru, en rauði hatturinn sat áfram á skrifborðinu mínu. Tveimur dögum fyrir nýársdag var hatturinn hins vegar far- inn. Mér fannst sem horfinn væri síðasti vottur hamingju minnar. Ég hafði ekki kjark í mér til að spyrja systur mína hvað orðið hefði af honum. A gamlárskvöld fór systir mín með mig út í göngutúr. 511
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.