Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar
var í útilegumannaleik. Leikirnir voru árstíðaskiptir og á haustin var alltaf
farið í útilegumannaleik. Sá sem var „hann“ stóð við brunninn og allir
földu sig, síðan kallaði hann hátt svo heyrðist um alla eyrina: Utilegumenn
eru komnir á kreik! Svo var byrjað að leita.
Leikirnir og barnamenningin í þessum plássum var ólík frá einum stað til
annars og þeirri sögu hafa ekki verið gerð nógu góð skil. Þetta var svo
merkilegt, og óheyrilega skemmtilegt! Allir voru með, allt frá litlu krökk-
unum upp í unglingana sem voru að byrja að verða ástfangin og gátu notið
leikjanna á sinn hátt með því að fela sig saman eða sitja nálægt hvort öðru.
Eg var í vor á Reykjalundi mér til heilsubótar og fór daglega í göngu-
ferðir um Mosfellsbæinn nýja. Hann er ekki byggður þannig að börnin geti
iðkað þá gömlu leiki sem eru alveg frá landnámstíð og gerðir til þess að ala
upp lýðræðislegar félagsverur. Þeir eru að týnast og reglur þeirra sem eru
svo merkilegar. Það var Ameríkani sem vakti athygli mína á þeim. Hann er
að bera saman leiki barna í Mexíkó og á Islandi og varð heillaður af grund-
vallarmuninum sem á þeim er. I Mexíkó speglast í leikjunum að þar á að ala
upp einræðisherra. „Sá sem er hann þar er óumdeildur,“ sagði Ameríkan-
inn, „en hjá ykkur er hann kosinn og settur af ef hann hlýðir ekki reglun-
um.“ Við erum alltaf að æfa okkur í að kjósa, hjá okkur er enginn sjálfskip-
aður. Um þetta skrifaði ég söguna Slagbolta í Tímarit Máls og menningar,
barnaársheftið 1979.
En þó að gömlu leikirnir týnist verða alltaf til nýir leikir, og kannski er-
um við blind á þeirra gildi og höldum að þeir séu einhvers konar niðurrif.
Ef til vill eru þeir uppbygging sem miðuð er við nýja hætti.
Ég fæddist í samfélagi þar sem fátt hafði breyst frá landnámstíð, en samt
er ég frá kaupstað sem var um tíma nánast höfuðstaður Islands, þar sem
ríkti mikil alþjóðleg og borgaraleg menning. Þó að Islendingarnir byggju á
Vestdalseyrinni, eins og Þorsteinn Erlingsson sagði, þá var standsfólkið
inni í bæ og hélt fínar garðveislur undir skrautlegum ljóskerum. Þetta gerði
það að verkum að maður fékk svolítið sérstakt uppeldi og aðra sýn. Eg
leyfi mér að segja það, að mér finnst ég vera dálítill heimsborgari."
Fylkir úfinn færði mér frosna rós d glugga
Manstu hventer fyrsta Ijóðið þitt varð til?
„Eg gerði markvisst vísu í eldhúsinu heima - ætli ég hafi ekki verið svona
sex ára. Eg man vel hvernig það var. Eg átti prjónadúkku sem mér hafði
verið gefin. Móðursystir mín hafði sent okkur dúkkur sem hétu Þórður,
Sighvatur og Snorri eftir Sturlusonum og ég átti Sighvat. Mér þótti óskap-
lega vænt um Sighvat, gerði við hann og stoppaði í hann árum saman.
412