Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 19
Andlit í djúpinu, brosandi
Eg vann í kaupfélaginu eitt ár og fór svo til Reykjavíkur, vorið 1948. Um
Haustið fór ég í Kennaraskólann og vann fyrir fæði og húsnæði með því að
vera til aðstoðar á heimili.
Kennaraskólinn var fullur af blönku fólki þá, mest utan af landi. Einu
sinni vantaði strák í bekkinn og þegar Bjarni Vilhjálmsson las upp nöfnin
spurði hann hvar hann væri. Þá svaraði annar strákur í bekknum: „Hann
gat ekki komið í skólann í dag af því konan sem hann býr hjá er að gera við
buxurnar hans!“ Og þetta var alveg rétt, hann hafði meira að segja rifið þær
á nagla í stólnum sínum í skólanum."
Vilborg tók kennarapróf 1952 og var fyrst ráðin að Kaþólska skólanum í
Reykjavík. Þar var hún einn vetur og svo næstu tvö árin í Skotlandi og
Danmörku og mætti segja margar skemmtilegar sögur af henni í þeim
löndum báðum. Hún var vinnukona í Edinborg þegar fyrstu verk hennar
birtust á prenti heima á Islandi.
Veki stakan gleði
Hvað birtirðu fyrst?
„Smádálk í Þjóðviljanum, örstutta frásögn af litlum strák. Frændi hans
spyr hann hvað hann ætli að verða þegar hann verði stór og strákurinn
svarar: Ég ætla að verða Ameríkani. Síðan skrifaði ég grein sem ég kallaði
„Land míns föður, landið mitt“ á einni kvöldstund út af frásögn sem ég
hafði lesið í blaði að heiman um deilur bænda og hermanna út af túnum á
Suðurnesjum. Ég setti hana í umslag, skrifaði utan á til Þjóðviljans og fór
með hana í póstkassa. En á leiðinni heim skammaðist ég mín svo mikið að
ég fór til baka og reyndi eins og ég gat að kraka þetta aftur upp úr póst-
kassanum! En ég gat það ekki. Svo fékk ég bréf frá Sigurði Guðmundssyni
ritstjóra þar sem hann bað mig að senda sér meira efni ef mér dytti eitthvað
í hug. Þeir yrðu mjög þakklátir fyrir fleiri greinar. Með greininni birtu þeir
bréf þar sem ég sagðist sjá fá íslensk blöð og Þórhallur Vilmundarson sendi
mér alltaf Frjálsa þjóð eftir þetta. Hann mundi eftir mér frá Vestdalseyr-
ínni, og túnin heima voru líka leikvöllur hans.
Eg hefði aldrei þorað að birta þetta ef ég hefði verið heima, en þarna var
ég ein og enginn nálægt til að ræða málið við.
Svo birti ég smásögu í Melkorku, „Að finna til“ hét hún og var endur-
prentuð í Pennaslóðum undir nafninu „Fegurð", og tvö ljóð í Birtingi."
Ljóðin sem birtust í 2. hefti Birtings 1956 voru „Undur“ og „Tryggð" og
eru bæði í Laufinu á trjánum. Það fyrra var ort meðan Vilborg var í Dan-
mörku, en þangað fór hún frá Skotlandi. Hún vann fyrir sér m.a. sem
tmm ii
417