Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 45
Snorratorrek sá þriðji kom og bætti um betur og tók hana aftanfrá" - gólaði söngvarinn og félagar hans börðu sér á lær og tóku bakföll af gleði. „Strákar, hættiði þessu“ - sagði bílstýran hvöss. „Og tók hana aftanfrá“ - hrinu þeir allir þrír í kór, en svo urðu þeir að gera messufall af tómri ánægju yfir þessu innihaldsríka ljóði. Þegar þeir náðu öndinni á ný var rútan komin í hlað í Reykholti. Bílstýran opnaði dyrnar og sneri sér alúðlega að Snorra. „This is Reykholt“ - sagði hún og snaraðist út og sótti töskuna hans í far- angursgeymsluna. Strákarnir hurfu emjandi á braut. „Orðbragðið á þessum unglingum“ - sagði gamla konan með gleraugun og skupluna. Hún var líka að fara til Reykholts og tók pokaskaufann sinn og handtöskuna. „Æjá“ - sagði bílstýran - „þeir eru skelfing leiðinlegir, greyin. Ertu viss um að þú hafir ekki gleymt neinu í rútunni? Kemur enginn að sækja þig?“ „Oo, þetta er nú svo stutt, væna mín“ - sagði gamla konan - „en þakka þér samt hugulsemina og vertu nú blessuð og sæl.“ „Já, og þakka þér fyrir samfylgdina“ - sagði bílstýran og ók svo áfram eitthvað lengra í áttina inn til jökla. Eftir stóð Snorri Sturluson með tösku sína og gekk af stað til staðarhúsa. Honum varð starsýnt á margt. Ekkert minnti á gamla tíma nema ef vera skyldi nokkrar óhreinar rolluskjátur á beit á rótnöguðum túnbleðli. A mel nokkru fjær hafði nokkrum bílhræjum verið staflað saman til augnayndis, hrunið gróðurhús lá fram á lappir sínar við veginn. Hann bar töskuna sína inn í aðalbygginguna og reikaði þar villtur um ganga um hríð uns hann kom þar að sem nokkrir unglingar hímdu í skoti. „Hvar mynda ek finna meistara?" spurði hann en unglingarnir ráku upp stór augu og vafðist gjörsamlega tunga um tönn. Snorri endurtók spurningu sína, og þegar honum varð ljóst að unglingarnir skildu ekki parið þá greip hann enn til enskunnar. „Where can I find the schoolmaster?“ - spurði hann og tunguhaftið féll samstundis af unglingunum sem vísuðu honum hjálpsamir á 443
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.