Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og menningar
sóknaraðferðin hefur gegnsýrt fræðin svo að textinn sem kemur almenn-
ingi fyrir sjónir verður oft ekki til að vekja áhuga annarra en sérfræðinga.
En ekki má rugla saman rannsóknaraðferð og framsetningu, þótt fræðileg
vinna sé hávísindalega unnin má setja afurð fræðanna í litríkan búning
þannig að þau veki áhuga. Þetta er að vísu misjafnlega eðlilegt að gera eftir
því hvaða sérgrein fræðanna á í hlut, beinna liggur við að klæða sagnfræði-
rannsókn í skemmtilegan frásagnarbúning en til dæmis málfræði.
Eg held við fræðimenn höfum um of rembst við að vera pottþétt gáfuð á
kostnað skapandi fræðimennsku. Pottþéttum fræðilegum gáfum fylgir ótti
við að gera villu eða vera talinn heimskur þar sem eitthvað skorti á stað-
reyndaþekkinguna. Eg hef ekki þá virtu greind sem þarf til að vinna í
spurningakeppni og hefði aldrei lagt í að verða sagnfræðingur, hefði ég
ekki notið leiðbeiningar Björns Þorsteinssonar. Hann kunni að fljúga og
blygðaðist sín ekki fyrir að muna ekki nöfn og ártöl, enda langt síðan ritað
mál var uppgötvað sem bráðgott og hentugt tæki til að skrá það sem ekki
má gleymast. Björn notaði þær heilafrumur sem eru virkar til að láta hug-
ann reika, ekki til að geyma í staðreyndir til að flíka til að sýnast greindur.
Hlátur og gleði sem óvænt hugsun vekur, lífgar og nærir hugsun. Fræði
ættu að mega vera hvatvís og glöð.
Eg er í raun og veru ekki að predika heldur að reyna að verja þá óhefð-
bundnu tilraun er ég sem fræðimaður hef gert í rannsókn og framsetningu
texta á sviði íslenskra fræða. Dýrmætar mínútur ykkar íhugulu athygli sem
eftir eru hér í kvöld vil ég annars vegar nota til að lýsa aðferðinni sem ég
beitti við rannsóknarverkefni sem ég hef sinnt í tæp þrjú ár og hins vegar til
að gefa hugmynd um það sem ég fann.
Eg skrifa lýsandi sagnfræði. Reyni að lýsa heimi sem er týndur. Þefa
uppi heimildir sem gefa mynd og tilfinningu fyrir horfnum tíma. Andstæð-
an við slíka lýsandi sagnfræði er greinandi sagnfræði. Slík aðferð á best við
í samtímasögu, þegar menn greina raunveruleika sem allir skynja og er
þekkt stærð. Vafasamara er að beita greiningu við ritun sögu fyrri alda því
þar vöðum við í svo mikilli þoku.
Eg reyni með lýsingunni að gefa almenna mynd af raunveruleika átjándu
aldar frekar en rannsaka einn sérfræðilegan þátt þeirrar sögu. Aðferðin er
skyld aðferð franska skólans sem nefndur hefur verið skóli annalista. Hefð-
bundin sagnfræði býr næstum alveg í heilanum, sjónlaus, lyktarlaus,
heyrnarlaus og ósnertanleg. Hún lækkar ekki flugið og reynir að sjá og
skynja tímann sem hvarf úr landi. Sagnfræðin sem kennd er við franska
annalista hefur aftur á móti allt mannlífið í fókus.
Ritun Islandssögu átjándu aldar hefur á síðustu árum einkennst af mark-
vissri athugun á vissum sviðum sögunnar, en sú vinna byggir á því að upp-
460