Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 62
Tímarit Máls og menningar sóknaraðferðin hefur gegnsýrt fræðin svo að textinn sem kemur almenn- ingi fyrir sjónir verður oft ekki til að vekja áhuga annarra en sérfræðinga. En ekki má rugla saman rannsóknaraðferð og framsetningu, þótt fræðileg vinna sé hávísindalega unnin má setja afurð fræðanna í litríkan búning þannig að þau veki áhuga. Þetta er að vísu misjafnlega eðlilegt að gera eftir því hvaða sérgrein fræðanna á í hlut, beinna liggur við að klæða sagnfræði- rannsókn í skemmtilegan frásagnarbúning en til dæmis málfræði. Eg held við fræðimenn höfum um of rembst við að vera pottþétt gáfuð á kostnað skapandi fræðimennsku. Pottþéttum fræðilegum gáfum fylgir ótti við að gera villu eða vera talinn heimskur þar sem eitthvað skorti á stað- reyndaþekkinguna. Eg hef ekki þá virtu greind sem þarf til að vinna í spurningakeppni og hefði aldrei lagt í að verða sagnfræðingur, hefði ég ekki notið leiðbeiningar Björns Þorsteinssonar. Hann kunni að fljúga og blygðaðist sín ekki fyrir að muna ekki nöfn og ártöl, enda langt síðan ritað mál var uppgötvað sem bráðgott og hentugt tæki til að skrá það sem ekki má gleymast. Björn notaði þær heilafrumur sem eru virkar til að láta hug- ann reika, ekki til að geyma í staðreyndir til að flíka til að sýnast greindur. Hlátur og gleði sem óvænt hugsun vekur, lífgar og nærir hugsun. Fræði ættu að mega vera hvatvís og glöð. Eg er í raun og veru ekki að predika heldur að reyna að verja þá óhefð- bundnu tilraun er ég sem fræðimaður hef gert í rannsókn og framsetningu texta á sviði íslenskra fræða. Dýrmætar mínútur ykkar íhugulu athygli sem eftir eru hér í kvöld vil ég annars vegar nota til að lýsa aðferðinni sem ég beitti við rannsóknarverkefni sem ég hef sinnt í tæp þrjú ár og hins vegar til að gefa hugmynd um það sem ég fann. Eg skrifa lýsandi sagnfræði. Reyni að lýsa heimi sem er týndur. Þefa uppi heimildir sem gefa mynd og tilfinningu fyrir horfnum tíma. Andstæð- an við slíka lýsandi sagnfræði er greinandi sagnfræði. Slík aðferð á best við í samtímasögu, þegar menn greina raunveruleika sem allir skynja og er þekkt stærð. Vafasamara er að beita greiningu við ritun sögu fyrri alda því þar vöðum við í svo mikilli þoku. Eg reyni með lýsingunni að gefa almenna mynd af raunveruleika átjándu aldar frekar en rannsaka einn sérfræðilegan þátt þeirrar sögu. Aðferðin er skyld aðferð franska skólans sem nefndur hefur verið skóli annalista. Hefð- bundin sagnfræði býr næstum alveg í heilanum, sjónlaus, lyktarlaus, heyrnarlaus og ósnertanleg. Hún lækkar ekki flugið og reynir að sjá og skynja tímann sem hvarf úr landi. Sagnfræðin sem kennd er við franska annalista hefur aftur á móti allt mannlífið í fókus. Ritun Islandssögu átjándu aldar hefur á síðustu árum einkennst af mark- vissri athugun á vissum sviðum sögunnar, en sú vinna byggir á því að upp- 460
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.