Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 111
Þrjár sögur
I boði kímono-kaupmanns sem ég þekkti, ætlaði ég á nýárs-
tískusýningu sem haldin yrði á hóteli í Kyoto tveimur dögum síð-
ar. A listanum yfir sýnin^arstúlkurnar sem kæmu fram hafði ég séð
nafnið Beppu Ritsuko. Eg hafði ekki gleymt nafni litlu telpunnar,
þótt hitt vissi ég ekki, að hún hefði gerst tískusýningarstúlka. Eg
var á leið til Kyoto, ekki til að sjá haustlitina, heldur til að sjá Ritsu-
ko.
Það rigndi áfram allan næsta dag. Eg eyddi síðdeginu við að horfa
á sjónvarp í forsalnum á fjórðu hæð. Það voru greinilega tvær, þrjár
brúðkaupsveislur í gangi í nærliggjandi herbergjum, og í forsalnum
úði og grúði af gestum sem voru á leið í þær. Eg sá brúði fara hjá í
hefðbundnum búningi. Brúðhjón, sem voru að koma úr nýafstað-
inni athöfn, létu mynda sig á bak við mig, og ég sneri mér við til að
geta séð þau líka.
Gestgjafi minn, kímono-kaupmaðurinn, kom til mín og heilsaði
mér. Eg spurði hvort Beppu Ritsuko væri komin. Hann benti mér
með augunum að líta rétt til hliðar við mig. Þarna var hún, stóð við
regnmistraðan gluggann og starði gneistandi augum sínum á brúðina
og brúðgumann sem verið var að mynda. Varirnar voru samanbitn-
ar. Henni hafði hlotnast að verða hávaxin og fögur kona. Mér var
efst í huga að ganga til hennar og spyrja hana hvort hún myndi eftir
mér, en ég hélt aftur af mér.
„Hún á að bera brúðar-kímonoinn á sýningunni á rnorgun,"
hvíslaði kaupmaðurinn í eyra mér.
SOKKAR
Eldri systir mín var svo ljúf manneskja. Ég skildi ekki hvers vegna
hún þurfti að deyja með þessum hætti.
Hún missti meðvitund þetta kvöld þar sem hún lá í rúminu sínu.
Líkami hennar spenntist upp, handleggirnir teygðu sig upp á við og
krepptir hnefarnir skókust í krampakenndum rykkjum. Þegar kastið
rénaði, féll höfuð hennar máttlaust yfir á vinstri helming koddans.
Þá var það sem hvítur bandormur sniglaðist út um hálfopinn munn-
inn á henni.
Ohugnanlegur hvítleiki ormsins ásótti mig æ síðan. I hvert sinn
509