Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar þurfti að halda, sagði hún, en ein var meginregla öðrum reglum æðri, að brýna fyrir unglingunum að þeir væru á sögufrægum stað þar sem merkasti Islendingur allra tíma hefði skrifað allt það besta sem saman var sett á gullöld íslenskra bókmennta. Og ekki mátti gleyma því, að ættjarðarást hans var svo mikil að fyrir hana varð hann að gjalda með lífinu. Ekki skildi Snorri allt sem hún sagði enda var þetta langur lestur og honum lauk ekki fyrr en dyrnar opnuðust og ljóshærð kona um þrítugt með eldrauðar varir og gullspangagler- augu vatt sér inn. „Svo þetta er nýi kennarinn" - sagði hún og rétti honum hönd sína. Hún horfði beint í augu hans og hló svo innilega þegar hún heilsaði að hann roðnaði og varð að líta undan. „Ok gerast nú skillitlar konur hQÍðingdjarfar“ - hugsaði Snorri með sér og fann til ónotakenndar. „Eg á víst að heita prestur hér“ - sagði svo aðkomukonan og kynnti sig. Þá kom mikið fát á Snorra. A æskuárum sínum í Odda hafði hann lesið skelfilegar sögur um herskáar konur í Þrakíu og í Pontos, sem riðu öskrandi út í stríð með skjöld og boga og annað brjóstið bert og átu hrátt kjöt og hunang og þrúguðu á kné öllu sem karlkyns var. Hann var hingað kominn í þeim saklausa tilgangi að hressa svolítið upp á sannleikann um sjálfan sig, en var óforvarandis lentur á landi amazónanna. Hann strauk sér í ráðleysi með lausu hendinni um kinnina þar sem kaffistúlkan hafði lamið hann með borðtuskunni í rauðabítið. Það var nú kannski sök sér að konur seldu kaffi og brauð og ækju sjálfrennandi hjólavögnum eða verkuðu af honum gubbið. En að skólastjórn og prestskapur væri kvennaverk, það hafði honum aldrei dottið í hug. En nú þreif brosmildur presturinn töskuna hans í aðra hönd sér og hann sjálfan við hina, svo að hann fékk nóg annað að hugsa um en amazónur. Hún leiddi hann fram á gang og út um allt aðrar dyr en hann hafði ratað á þegar hann kom inn. „Hvat er þat undra er ek úti sé fyr Dellings durum?“ - hló hann við og gleymdi að vera smeykur þegar hann sá græna skessu úr kop- ar í baðkápu með bók undir hendinni sem stóð þar á stöpli á hlað- inu. A höfði hafði hún hatt eins og Hrói höttur og ballerínuskó á fótum með krossbönd upp um kálfana. 446
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.