Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
hvíta hælisins. Mennirnir í sloppunum höfðu gengið úr skugga um
að hann væri látinn. Op barst í gegnum plastdúksskilrúm sem skýldi
skurðarborðinu frá öðrum hlutum kjallarans.
„Hættiði þessum óhljóðum," sagði annar læknanna önugur.
„Hér er kona að fæða barn,“ var svarað byrstum rómi handan
skilrúmsins.
„Engin hortugheit hér, sjúkraliði," sagði læknirinn og glotti til
starfsbróður síns.
„Sjúkraliði! Þú skalt fá að vita það að þú ert að tala við hjúkrunar-
konu, en ekki neinn sjúkraliða. Þú skalt ekki halda að þú komist
upp með yfirgang og . . .“
„Hættiði að minnsta kosti þessum hávaða. Við erum að reyna að
vinna hérna.“
„Hér er kona að fæða barn! Eg skal . . .“
„Já, já. Við höfum heyrt þetta allt áður,“ sagði læknirinn. Hann
hafði misst áhugann á rifrildinu.
Ópin færðust í aukana.
„Djöfuls aðstaða hérna,“ muldraði læknirinn.
„Hryllingur,“ samsinnti starfsbróðir hans.
Stirðnuð augu túbuleikarans störðu upp í skær ljósin sem lýstu
upp skurðarborðið. Þurrir sáputaumar lágu úr munnvikum hans og
nefi. Læknarnir munduðu hnífa sína.
„Hvílík lungu sem hann hlýtur að vera með,“ sagði annar lækn-
anna í vísindalegum aðdáunartón. Hann bjóst til að skera.
„Ótrúlegt,“ sagði hinn og hélt niðri í sér andanum.
Læknirinn lagði hanskaklædda hönd á nakið brjóst túbuleikarans.
Skurðarhnífurinn rann yfir mjúka húðina. Rauð lína fylgdi í kjölfar
stálsins.
Það kvað við lágur smellur og bæði augu líksins losnuðu úr augn-
tóftum þess. Þau svifu til móts við ljósin, hvort í sinni sápukúlu.
Fleiri gljáandi og regnbogalitar kúlur fylgdu á eftir úr myrkum tóft-
unum. Læknarnir misstu hnífa sína í gólfið og hörfuðu frá túbuleik-
aranum með hryllingi. Orðvana og fölir horfðu þeir á starandi aug-
un berast hægt í átt að plastdúksskilrúminu. Þeir biðu með grett
andlit. Þegar augun mjökuðu sér yfir plastið þrengdu lágar stunur
sér út um varir læknanna. Það hafði orðið nokkurt hlé á ópum kon-
unnar sem var að fæða. Rauðþrútinn líkami barnsins var kominn
490