Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar dagsleika aldarinnar og dæmigerðu málaþrasi. Með því að elta Snorra fór ég í gegnum litlar sneiðar úr öllum helstu flokkum þjóðskjalasafns. Arang- urinn er efni í bragðmikinn sagnfræðilegan texta með marga snertifleti. Heimildir um Snorra og sóknarfólk hans á þjóðskjalasafni eru til dæmis: Bréfabækur amtmanna og stiftamtmanna og bréf til þeirra; skýrslur, bréfa- bækur, rannsóknabækur og visitasíubækur biskupa og bréf til þeirra; prestastefnubækur og skjöl; prestþjónustubækur, skjöl úr kirknasafni og skjalasafni prófasta; reikningar og úttektarbækur Skálholtsstóls, hreppa- bækur og dánarbú. Og þegar við bætast þjóðsögur um Snorra og menning- arsögulegar heimildir eftir hann, kveðskapur hans veraldlegur og trúarlegur þá víkkar enn skynjun og sjónsvið sögunnar. Öll þau brot af lífinu í kring- um hann sem varðveist hafa koma þeirri sögu við. Þriðja ljónið, að koma því til skila sem maður finnur og skynjar, er kannski erfiðast að sigra. Til þess þarf maður að berjast gegnum hindrun sem kalla má hefðbundna framsetningu fræðilegs texta. Fleiri en ég hafa orðið fyrir því í námi við Háskóla Islands að finnast frumkvæði og frjó hugsun hafa verið sótthreinsuð úr ritgerðum þeirra, er þeir voru óburðugir nemendur að bögglast við fyrstu ritsmíðar sínar í fræðunum. Skólasystkini mín sum í sagnfræði tala um hvernig þau glötuðu þeim hæfileika að vera þokkalega sendibréfsfær eftir að hafa tileinkað sér þurrgáfaðan sagnfræði- legan stíl í háskóla. Þannig hefur námið miðast við að kæfa frjóa hugsun til að skapa góða „hlutlausa" sagnfræðinga. En sagnfræði er aldrei hlutlaus, hún er í eðli sínu aðferð til að hjálpa fólki að skynja fortíð, og vinnuaðferð- in, að vísa til heimilda, í raun sáraeinföld. Ekkert er siðferðilega rangt við það að auðga sagnfræðitexta með frjálsum texta, náttúrulýsingum, vanga- veltum, og flestum þeim stílbrögðum sem beitt er í bókmenntum. Það eina sem ekki má er að ljúga, að segja eitthvað sem ekki er heimild fyrir. Maður getur í textanum staðið á brú sem liggur yfir í land heimildanna, og látið lesanda vita að átjánda öldin, lífið eins og það í raun og veru var er þar fyrir handan hulið mistri. Sá sem skrifar sagnfræðilegan texta getur staðið í létt- um samræðum við lesanda um heimildirnar og raunveruleikann sem hann er að reyna að nálgast. Þegar maður lýsir lífi sögulegrar persónu hefur maður tvær tegundir heimilda, nálægar sértækar, og fjarlægar almennar. Annars vegar eru frum- heimildir er greina frá því einstaka á vettvangi einstaklingsins. Hins vegar eru almennar heimildir, um klæðaburð, húsakost, reglur og lög samfé- lagsins og hugmyndafræði. Ég flétta þessar heimildir mikið saman. Eg get lýst því best með dæmi hvernig ég færi almennar heimildir yfir á hið ein- staka. Eg sviðset þann atburð er Snorri er skírður. Eg hef úr visitasíubók- um góða lýsingu af sviðinu þar sem atburðurinn átti sér stað, lýsingu á 462
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.