Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar Því varð ekki neitað að þetta byrjaði allt heldur ógæfulega. en Snorri reyndi að hughreysta sjálfan sig með því að það hlyti að fara skánandi, og svo minnti hann sjálfan sig á göfugan tilgang endur- komu sinnar. „Ok vilda ek heldr þurfa at þola nokkra mjúklætingu ótíndra kvenna um skeið en at una of allan aldr vit mynd þá er bók- víss lýðr hefir af mér g?rva“ - sagði hann við sjálfan sig og kyngdi óbragðinu í munni sér. Honum fór líka brátt að líða mun betur, hann fann ekki lengur til bílveikinnar eftir að hann var fluttur í framsætið og auk þess var útsýnið miklu betra. Hann fór að njóta ferðalagsins eins og fólk gjarnan gerir ef það fer um nýjar eða löngu gleymdar slóðir. En hann kannaðist skelfing lítið við sig, eins og daufur endurómur einhvers sem hann vissi ekki hvað var gerði vart við sig þegar hann kom inn í Hvalfjörðinn og sá Þyril og Botnssúl- ur, sama máli gegndi þegar komið var fyrir Hafnarfjall og sá inn til Borgarfjarðarhéraðs. Það var ekki fyrr en hann sá Baulu og Eiríks- jökul seilast eftir haustskýjunum að hann kannaðist við sig. Því lengra sem hann kom inn í héraðið því meiri varð eftirvænting hans. „When will we arrive at Reykjaholt?“ - spurði hann bílstýruna og hún benti honum á ljósa húsaþyrpingu í fjarska. I gróðurhúsahverfi ekki langt frá Reykholti komu þrír unglings- piltar í rútuna. þeir voru rétt komnir úr mútum og höfðu óskaplega hátt eins og unglinga er siður ef þeir eru saman fleiri en tveir. Einn þeirra fór að syngja og hinir tveir flissuðu eins og þeir væru búnir að missa glóruna. „Strákar“ - sagði bílstýran - „þið verðið að fara út ef þið hættið þessu ekki.“ Eftir smáþögn rofaði söngvarinn aftur upp á ný og hinir tveir emjuðu af unaði. Og nú skeðu þau undur allt í einu að nokkur orð námu eyru Snorra, létu kunnuglega í þeim og skildu eftir sig spor skilnings. Þegar söngvarinn hrein upp skáldskap sinn þriðja sinni þá var eins og tappar féllu sitt úr hvoru eyra hans. Hér fór íslensk æska með ljóð á móðurmáli sínu og Snorri fann sér til gleði að hann skildi hvert einasta orð. En gleði hans var tvíbent, hinn fágaði hirðmaður Hákonar gamla fór hjá sér við merkingu ljóðsins: „Einn var að ríða ömmu sinni og annar að horfa á, 442
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.