Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar „Þetta er allt svo ljúft. Hér er ég komin aftur til minna gömlu heimkynna eftir fimmtíu og fimm ár og kemst þá að raun um að þú ert kominn heim líka. Þetta er allt svo rómantískt." Þótt orðin næðu ekki lengur til hans, hélt hún áfram. „Eg gerði rétt í að varpa mér í hafið. Þess vegna er það sem ég hef getað og mun ávallt geta elskað þig á sama hátt og ég elskaði þig þegar ég dó. Auk þess enduðu allar minningar mínar þegar ég var sautján ára. Fyrir mér verður þú að ei- lífu ungur maður. Hið sama gildir um þig, Shintaro. Ef ég hefði ekki fargað mér þegar ég var sautján ára og þú síðan komið aftur hingað til að hitta mig, hefðirðu fundið ófrýnilega gamla konu. Hvílík skelfing! Eg hefði ekki árætt að hitta þig.“ „Eg fór upp til Tokyo,“ hóf gamli maðurinn máls, í þessum muldrandi tónum sem heyrnardaufum eru tamir. „En gæfan varð mér ekki hliðholl. Eg kom heim vonsvikinn gamall maður. Eg fékk starf á golfvelli. Af þessum velli sá út yfir hafið sem stúlka hafði drekkt sér í af sorg eftir að henni var meinað að sjá mig framar. Eg sárbændi þá um að ráða mig, og þeir sáu aumur á mér.“ „Nú erum við í landinu sem var í eigu fjölskyldu þinnar, Shint- aro.“ „Að tína upp golfkúlur á æfingavellinum - það var um það bil það eina sem ég gat gert. Mig verkjaði í bakið, en ég hélt áfram. Það var stúlka ein sem fleygði sér í hafið, allt út af mér. Klettóttur hamarinn sem hún stökk fram af er skammt undan, svo að jafnvel gamalær öldungur eins og ég get komist þangað og stokkið - svona hugsaði ég og hugsaði.“ „Ekki gera það, Shintaro. Þú verður að halda áfram að lifa. Þegar þú ert farinn, verður ekki ein einasta manneskja í þessum heimi sem man mig. Þá verð ég sannarlega dáin.“ Stúlkan vafði sig að gamla manninum um leið og hún sagði þetta, en hann heyrði ekki. Engu að síður tók hann hana í faðm sér. „Já,“ sagði hann. „Við skulum deyja saman. í þetta sinn þú og ég. Þú ert komin til að taka mig með þér, er það ekki?“ „Saman? Nei, fyrir alla muni halt þú áfram að lifa. Lifðu mín vegna.“ Stúlkan lyfti höfðinu af öxl gamla mannsins og horfði beint fram fyrir sig. Rödd hennar varð lífleg. „Sjáðu! Stóru trén eru þarna ennþá. Öll þrjú nákvæmlega eins og þau voru í gamla daga. Hvað þau minna mig á þá sæluríku daga!“ 514
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.