Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 36
Böðvar Guðmundsson Snorratorrek Þegar fræðimennirnir höfðu skrifað svo mikla vitleysu um Snorra Sturluson að Guði almáttugum ofbauð heimskan í eigin sköpunar- verki, þá kallaði hann Snorra til sín og sagði: „Hefurðu lesið þvætt- inginn sem þeir eru að skrifa um þig?“ Snorri sem nú var engill og hét Ipor, sem útleggst „hinn ritglaði" á fornhebresku, hann svaraði sem satt var, að það hefði hann ekki gert að neinu ráði, því hann hafði ekki um annað hugsað í mörg- hundruð ár en sögu Himnaríkis sem hann var að skrifa og kallaði „Hvolf himinsins“ eða „Himinhvolf". Þá fól Guð almáttugur englinum Ipor að lesa allt sem fræðimenn- irnir hefðu skrifað um Snorra Sturluson fyrr og síðar. Þó svo að engillinn Ipor væri löngu horfinn úr jarðneskum líkama og hefði iðrast margs sem Snorri Sturluson gerði, þá varð hann áður langt leið á lesturinn alveg æfur. Hégómlegur metnaður Snorra Sturlusonar, sem hafði blundað lengi og var nánast orðinn að engu, tútnaði út á ný. „Eg verð að komast aftur til jarðar“ - sagði Ipor - „og stoppa þessa vitleysu. Þeir segja að ég hafi skrifað Eglu og Grettlu og ég veit ekki hvað, verið valdagírugur, slægur, rauðhærður, smávaxinn, með kartnögl á hverjum fingri og skegglaus. Eg er fjúkandi reiður." „En góði vin,“ - sagði Guð almáttugur og var skemmt í laumi yfir æsingi engilsins, - „hvaða máli skiptir það?“ „Jú, sjáðu“ - sagði Ipor og bar ört á - „mér stendur hreint ekki á sama um hvað æskulýð Islands er sagt um Snorra Sturluson. Eins og þér mundi ekki sárna ef þú hefðir eitt sinn verið hann og um þig væri sagt að þú hefðir gift dætur þínar sjálfum þér til framdráttar og auk þess skrifað Maríusögu og Kapítólu!“ „Það hefur nú svo margt misjafnt verið sagt um mig“ - sagði Guð almáttugur - „að ég kippi mér ekki upp við smámuni." „Guðlast eru engir smámunir" - jagaðist Ipor og stóð fast á sínu - „það er þér ekki til framdráttar." 434
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.