Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 74
Tímarit Máls og menningar sem skotist hafa uppúr jörðinni og raðað sér þvert yfir stíginn. Hann snarstansar, stífnar upp. Sumar verurnar virðast hafa líkama barna, en andlit fullorðinna, máluð voðalegum litum. Þær eru sveip- aðar kolsvörtum skykkjum; spjót í hendi. Stara á hann dimmum tóttum í ærandi þögn. Er öskudagur í dag? var það fyrsta sem honum datt í hug. En þeg- ar foringinn, sem honum fannst hafa kunnuglegt andlit, gaf allt í einu frá sér skaðræðis öskur: Ah ha ha! skynjaði hann alvöruna í loftinu. Er þetta ekki Sindri litli að kíkja á grafirnar? sagði foringinn dimmum bassarómi. Kannski að leita að þinni eigin? Ah ha ha! Hrossahlátur hans bergmálaði um garðinn. Ah-ha-ha! (. . . gamall vaskur frammi við dyr; kollur fyrir neðan hann, gervitennur á hillu fyrir ofan. Hátthundið fall dropa . . .) Brjóstkassi Sindra hófst og hneig ótt og títt og hjarta hans sló svo hratt að það ætlaði að skreppa útúr líkamanum. Hann hvimaði í kringum sig: ógn í öllum áttum. Fjendurnir komu nær og nær, fet fyrir fet, og beindu spjótsoddunum að honum. Bara að þetta væri nú ekki annað en vondur draumur sem hann myndi fljótlega vakna upp af. Sjáið þetta litla viðurstyggilega kvikindi! öskraði foringinn. Er þetta ekki móðgun við fegurðarskyn okkar?! Flokkur hans samsinnti með villimannlegum hrópum. Hefur hann nokkurn rétt til að traðka hér á okkar yfirráðasvæði? sargaði fyrirliðinn enn og beindi spjóti sínu að kvið Sindra. Viljum við að hann sé að skakklappast hér, ha? Nei! argaði flokkurinn og stappaði niður fótum. Nei! Nei! Sindri virtist steinrunninn, ófær um mál eða gang. Svitaperlur glitruðu á enni hans í náhvítu mánaskininu. Veitum þessu útskryppi ærlega ráðningu, ha! Látum hann iðrast þess að hafa nokkru sinni stigið fæti á þessa jörð! (. . . veiklulegt viðarborð undir mjóum glugga; daghlöð, sum gulnuð; öskuhakki fullur af stuhhum; glas með gulri lögg neðaní . . .) Hvernig eigum við að hegna kvikindinu? spurði kunnuglega and- litið, dýrsglampi í dimmum augunum. Hvað viljiði gera við and- skotans greppitrýnið? 472
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.