Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 37
Snorratorrek „Guðlast sakar ekki mig“ - sagði Guð almáttugur og var orðinn alvarlegur. - „Ef það sakar einhvern, þá sakar það þann sem það fremur. En fyrst og fremst er það vitni um þá alvarlegu handvömm á sköpunarverki mínu að ég gaf mönnunum frjálsan vilja.“ Svo kýttu þeir um þetta góða stund, og þar sem Guð almáttugur sá að engillinn Ipor tók þetta ákaflega nærri sér, þá gaf hann eftir. „Þú skalt þá hverfa aftur til jarðar“ - sagði hann - „og bera þeim sannleika vitni sem þú veist bestan. Og þú verður að undirbúa þig vel. Það hefur margt breyst síðan Snorri Sturluson var og hét. Láttu mig vita ef þig vanhagar um eitthvað varðandi undirbúninginn.“ Engillinn Ipor hugsaði nú sitt ráð lengi og vel og bar það undir ýmsa aðra sem ræddu kost og löst á ferðaáætlun hans sem varð loks- ins tilbúin með hjálp Guðs og góðra engla. Það var ekki svo lítið sem þeir þurftu að gera, sumt var á Ipors eigin færi, annað var óleys- anlegt nema með hjálp Almættisins, eins og td. það að koma Ipor með fæðingar- og nafnnúmeri inní tölvubanka þjóðskrárinnar og fá honum foreldra og æskufélaga. Þegar Ipor áleit að allt væri komið um kring gekk hann fyrir Guð almáttugan og laut honum djúpt. „Eg held þetta sé orðið alveg pott- þétt hjá mér“ - sagði hann - „nú skulu þeir fá á baukinn.“ „Ertu alveg viss um að þú viljir fara?“ „Handviss.“ „Hefurðu gert þér grein fyrir því“ - spurði Guð enn - „að þú færð ekki aftur snúið hingað fyrr en eftir langt líf sem getur orðið þér erfitt. Vonbrigði þín geta orðið stór, kannski svo stór að þú ör- væntir. Og þá gagnar lítið að grípa til einhverra örþrifaráða. Og þú getur ekki vonast til að verða höggvinn í þetta skiptið. Það er löngu komið úr tísku, og heilbrigðisþjónustan er orðin svo skolli góð á Is- landi, að það er eins víst að þú verðir hundgamall.“ „Það væri verri sagan“ - sagði Ipor - „hvernig reddum við því?“ „Jú, sjáðu“ - sagði Guð almáttugur og brosti í laumi að barnaskap skrifarans - „ég hef rennt í gegnum nokkrar kvikmyndir sem fjalla um njósnara og aðra útsendara frá leyniþjónustum stórveldanna. Þeir bera næstum alltaf á sér eiturhylki sem þeir gleypa þegar allt er komið í óefni. En það að taka sitt eigið líf er synd gagnvart mér og mínu orði og það vil ég ekki að þú gerir. Þess vegna hef ég útbúið handa þér alveg sérstaka pillu sem þú færð með þér í bauk. Ef þú 435
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.