Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 25
með þeim rökum, að höfundur VÖluspár sé að jafnaði svo spar orða, að nafnaruna sem þessi hafi verið huga hans fjarri. Gísli Sig- urðsson bendir á, að nafnaþulur sem þessar hafi átt að magna seið völvunnar, „hjálpað henni til að ná sambandi við annan heim.“‘1 í goðsögnum eru dvergar einkum smiðir, búa í björgum og eru goðum yfirleitt vin- veittir. Hlutverk þeirra í heimsrásinni er að smíða, en ekki af því að guðimir hafi glatað þeim hæfileika. Nú þarf hins vegar meira til. Meðal kostagripa, sem dvergar smíða af hagleik sínum, em Mjölnir og Gungnir, ógnvekjandi vopn Þórs og Oðins, Skíð- blaðnir skipa beztur og hár Sifjar, svo nokk- uð sé nefnt, en ekki sízt Gleipnir, sem heldur föngnum Fenrisúlfi; Snorri segir raunar, að svartálfar hafi smíðað fjöturinn. Að loknu dvergatali kemur 17. erindi þar sem goðin fundu á landi lítt megandi Ask og Emblu örlöglausa. Þetta ættu að vera hinir fyrstu menn, þeir sem dvergamir mótuðu, og er Askur lítt megandi og Embla örlöglaus. Askur og Embla em dauð, af því að þau skorti önd, sál og blóð. Óðinn, Hænir og Lóður gáfu þeim lífsanda og sál, lá og læti og litu góða. En þar með lifnuðu þau ekki, meira þurfti til. Næst er vikið að askinum til þess að kynna Urðarbrunn, og síðan víkur sögunni aftur að þremur þursameyjum að minni hyggju, örlaganomunum eða örlagadísun- 12 um. í grískum goðsögnum er greint frá ör- laganornum. Þær vom þijár og sagðar dæt- ur Seifs og Þemis, en þau áttu saman fleiri goðverur. Þessar dísir heita moirer á grísku og koma ávallt fram sem heild, þótt beri sitt nafnið hver; orðið er ekki til í eintölu. Ein spinnur mönnum lífsþráð, önnur ákveður lengd hans, sú þriðja klippir þegar nóg er spunnið. Þær eru viðstaddar þegar barn fæðist eða við upphaf hjónabands. Goð- sagnir em ekki á einu máli um vald dísanna yfir guðum, en þær em þó fleiri, sem telja Ólympsgoð háð örlögunum eins og menn. Apollon gat einungis frestað framgangi auðnunnar, og í Prómeþeifi fjötruðum eftir Æskílos er Seifur jafnbundinn örlögum sem aðrir. 20. vísa Völuspár hljóðar svo: Þaðan koma meyjar margs vitandi þijár úr þeim sæ, er und þolli stendur; Urð hétu eina, aðra Verðandi, — skáru á skíði, — Skuld ina þriðju. Þær lög lögðu, þær líf kum alda börnum, örlög seggja. í Ásgarði á heimstréð rætur í Urðarbrunni, og þar er heimili meyja „margs vitandi“ og fundarstaður goða þegar reifa þarf megin- mál. Verðandi er einungis nefnd í VÖluspá, Skuldar og Urðar er getíð annars staðar; Skuld er einnig valkyrjuheití, enda tengjast valkyrjur og örlaganomir að því leyti, að hinar fyrrnefndu sækja þá, sem falla í orr- ustu, fylgja þeim til Valhallar og þjóna þeim þar. Annars er Urður samheiti þeirra afla, sem kjósa mönnum líf og búa þeim örlög. Urður, Verðandi, Skuld, þetta er tíminn per- sónugerður, það sem hefur orðið, það sem er, hið ókomna. Skám á skíði, segir í erind- inu. Þetta hafa sumir skilið sem svo, að nomirnar hafi rist rúnir í tré, skráð ævi TMM 1993:1 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.